Kæru félagar.
Hér kemur dagaskrá fyrir Árshátíð/Lokaferð.
Lokaskránig er mánudaginn 12. september.
Látið ekki þessa flottu árshátíð fram hjá ykkur fara.
Koma svo félagar.
Hlakka til að sjá ykkur.
Kv Anna Pálína.
Árshátíð/Lokaferð 16.-18. september 2016 Laugalandi í Holtum
Föstudagur 16. september
Föstudagar eru hattadagar:
Kl. 20.00 Keila. Það er alltaf eitthvað nýtt hjá okkur.
Við ætlum að spila keilu innandyra. Veitt verða verðlaun fyrir 1,2 og 3 sæti. Síðan verður söngbókin tekin fram. Félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín og spila undir.
Laugardagur 17. september.
Seldir verða happadrættismiðar Félags Húsbílaeigenda á 250 kr. miðinn. Hjónin á Gamla Sorrý Grána, Ágústa og Árni, ganga á milli bíla og selja happadrættismiða, þau verða líka við innganginn áður en salurinn opnar. A.T.H. Eingöngu verður tekið við peningum, endilega muna eftir að taka með reiðufé. A.T.H. Ekki posi á staðnum.
Aðeins dregið úr seldum miðum. Verðmætir og flottir vinningar.
Þar á meðal:
1. Flott stórt topplyklasett frá Sindra.
2. Gjafabréf í þryggja rétta máltíð úr borði frá Bann Kúnn Hafnarfirði
3. Gjafabréf upp á 20.000 kr. frá Rafgeymasölunni Hafnarfirði.
4. Gjafabréf upp á 10.000 kr. frá Kemi.
5. Gjafabréf upp á 10.000 kr. frá Kemi.
6. Gjafabréf frá Hótel Keflavík, gisting m/morgunverði fyrir tvo.
7. Gjafabréf fyrir tvö í Borgarleikhúsið, gjöf frá Íslandsbanka Akranesi
8. Gjafabréf upp á 10.000 kr. frá Pólýhúðun Kópavogi.
9. Gjafabréf upp á 20.000 kr. frá Pólýhúðun Kópavogi.
10. Gjafabréf upp á 30.000 kr. frá Pólýhúðun Kópavogi.
11. Gjafabréf upp á 5.000 kr. frá Veitingastaðnum Galito Akranesi.
12. Gjafabréf upp á 5.000 kr. frá Veitingastaðnum Galito Akranesi.
13. Gjafabréf upp á 15.000 kr frá FLEXO (pólýhúðun,bílasmíði og bifreiðaverkstæði).
14. Gjafabréf upp á 15.000 kr frá FLEXO (pólýhúðun,bílasmíði og bifreiðaverkstæði).
15. Gjafabréf fyrir 2 af matseðli frá veitingastaðnum Gamla Pósthúsinu Vogum.
16. Gjafabréf frá Kjarnafæði upp á 1 stykki Heiðalæri.
17. Flott topplyklasett frá Brammer.
18. Vinningur frá Símanum.
19. Vinningur frá Logey.
Kl. 19.00 opnar húsið m/fordrykk í boði félagsins.
Kl. 20.00 Þriggja rétta hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá.
Veislustjórn er í höndum Ingvars Jónsonar, sér hann um að skemmta okkur með, söng og gríni. Auk þess að veita allar viðurkenningar, þar á meðal Gedduverðlaunin. Dregur í happadrættinu og félagsnúmerum.
Kl: 23.00 Hljómsveitin Feðgarnir leika fyrir dansi, sjá um að allir dansi af sér skóna til kl. 02.00 um nóttina.
Sunnudagur 18. september.
*Kl. 12.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina.
Fyrir hönd stjórnar og nefnda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.