Skoðunarhelgi Félags húsbílaeigenda 19.-21 maí 2017. Dagskrá:

Föstudagur 19. maí.

Hattadagur;

Þeir sem vilja meiga gista á planinu hjá skoðunnarstöð Frumherja (frekar lítið plan), en svo má líka vera á malarplani hinum megin við götuna. Annars verðum við bara í Vogum á Vatnsleysuströnd, förum svo til Frumherjamanna um morguninn.

 

Laugardagur 20. maí.

Skrifstofan opnar kl:08.30 , og skoðun hefst kl: 09.00.

Verð fyrir skoðun er 7.200 kr

Boðið verður upp á grillaðar pylsur.

Eftir skoðun er farið í Voga á Vatnsleysuströnd.

Kl: 15.00, veður boðið upp á gönguferð um Vogana undir styrkri leiðsögn Hauks Aðalsteinssonar.

Kl: 20.30 – 21.30  Brekkusöngur ef veður leyfir, Tómas Malmberg stjórnar að sinni alkunnri snild.

 

Svo langar okkur að benda á að veitingastaðurinn Gamla Pósthúsið sem er lítill og notalegur matsölustaður og tekur 28-30 mans í sæti.                               Er opin frá kl:17.00-21.00. Er með flottan matseðil og eru margir okka r félagar búnir að panta borð þar kl: 18.00 á laugardeginum,  við hvetjum ykkur að panta borð tímalega í síma 424-6800, ef ykkur langar að fara að borða á Gamla Pósthúsinu.                      

 Svo má minnast á það að Gamla Pósthúsið hefur gefið okkur vinninga “út að borða “ hjá þeim.

Sjáums hress og kát um helgina.

Fyrir hönd stjórn og nefnda

Anna Pálina Magnúsdóttir formaður

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *