Lokasendingin?

Sendi Stefnumönnum, vonandi, síðasta stóra listann með breytingum og fórum við Robbi samhliða yfir breytingarnar. Í raun og veru er fátt eftir
nema að lagfæra spjallborðið og notendaviðmótið, en við ætlum okkur að vera með einfalt spjallborð á þessum vef okkar og
þannig vonandi geta

fleiri tekið þátt. Síðan snýr afgangurinn aðallega að því að breyta réttindum á kerfunum og öðru
smálegu.

Þá þarf ennnþá örlítið að samhæfa vefinn fleiri tegundum vafra(lesist Explorer) og lagfæra smávægilegar
sérviskur undirritaðs.

Ég er búinn að yfirfæra megnið af öllu efni af gamla vefnum en það hefur tekið talsverðan tíma, enda sitt hvort formatið á
hlutunum og ég ekki enn orðinn fullkomlega áttaður á vefsýslukerfinu og því eflaust lengur að hlutunum en vanur maður:-)

En allavega er þetta þá komið á það stig að ég set allt inn tvöfallt þ.e set allt efni líka inn á nýja vefinn svo
flutningurinn fari auðveldlega fram, en ég stefni að flutningnum á síðunni í enda janúar.

Hvað ákavarðanir um félagatalið varðar þá er það málefni stjórnarinnar að ákveða hvaða gögn birtast
sjálfvalin inná lokuðu svæði, en til þess að komast á spjall og félagatal þarf hvort tveggja notendanafn og aðgangsorð til að
tryggja það að engir aðrir en innskráðir félagsmenn geti skoðað félagatalið.

Í félagatalinu verður hægt að vera með mynd af sér eða bílnum sínum:-) og nýtist þá sú sama mynd sem kennimynd
á spjallinu, og jafnvel gestabókinni(á eftir að finna útúr því hvort það er framkvæmanlegt)

Læt þetta duga af fréttum af síðunni í bili.

Kv. Netstjórinn

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *