Fréttabréf júní 2017.

Fréttabréf júní 2017.

Sælir kæru félagar.

Takk fyrir samveruna í Goðalandi um Hvítasunnuhelgina.

Helgina 19.-21. maí var helgarferð á Voga á Vatnsleysuströnd.  Á föstudagskvöldinu voru komir um 50 bílar, sem átti eftir að fjölga vel á laugardeginum.  Á laugardeginum var farið að skoðunarstöð Frumherja Njarðarbraut 7, 260 Reykjanesbæ, en þar fór skoðun á húsbílunum okkar þetta árið fram vegna sölu á skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi. Boðið var upp á smurð rúnstykki og kaffi í morgunmat. Þegar leið að hádegi var boðið upp á grillaðar pylsur og öl. Gekk vel að skoða bílana enda vanir menn þar á ferð. Skoðaðir voru 33 bílar, eftir skoðun var haldið aftur í Voga á Vatnsleysuströnd og vorum við þar, það sem eftir var helgarinnar. Farið var í gönguferð um Vogana undir leiðsögn Hauks Aðalsteinssonar. Um kvöldið var Brekkusöngur þar sem feðgin Tómas Malmberg og Helga Fanney spiluðu og sungu og tóku félagarnir vel undir.  En það var skratti kalt þegar leið á kvöldið. Góð helgi og vel mætt. Hvítsunnuferðin í Goðaland var fjölmenn eins og ávallt. Þar mættu 103 bílar og nutu félagar sín vel í góðu veðri við söng, leiki gönguferð og dans.

Næsta ferð er 23.-25. júní helgarferð í Grindavík þar er útilegukortið og 750 kr. pr. mann, fyrir þá sem eru ekki með útilegukort. Verðum á túninu norðanmeginn..

Stóra ferðin okkar er 14.-23. Júlí.   Þá förum við um suður og austurland. Byrjum á Hvolsvelli og endum á Fljótsdalsgrund.                                                                                                     Stjórnin hefur ákveðið að breyta greiðslufyrirkomulagi í Stóru – Ferð félagsins. Við greiðum öll sjálf fyrir gistingu á tjaldstæðunum á Hvolsvelli, Hörgslandi og Stafafelli í Lóni. Þegar er komið upp á Fljótsdalsgrund þá tekur félagið við og greiðir allan kostnað helgarinnar. Sem er húsaleiga fyrir Végarð, gisting á Fljótsdalsgrund, matur á lokahófinu og hljómsveit. Ásamt öðrum kostnaði sem til fellur, svo sem leiðarvísir, barmmerki og doppur.  

Verð í Stóru-ferðina er eftirfarandi: Félagsmaður greiðir 7.000 kr.  pr. mann. 14-18 ára greiða 4.000 kr. pr.mann.  Gestir greiða 8.000 kr. pr. gest.                                                               Þessi breyting ásamt verði  á hverju tjaldstæði fyrir sig og dagskrá ferðarinnar verður auglýst betur á heimasíðu félagsins er nær dregur að Stóru – ferðinni okkar.

Vil minna þá félaga sem eru ekki búnir að greiða félagsgjaldið fyrir árið 2017 sem eru 7.000 kr. að gera það eins fljótt og unnt er. það má greiðast inn á reikning félagsins   

0552-26-6812  kt. 681290-1099.

Nýir félagar.

Nr. 42 Arnar Þórðarson og Guðrún Valdimarsdóttir,  465 Bíldudalur.

Nr. 54. Ólafur Ellertsson, 300 Akranes.

Nr. 59. Örn Viðar Einarsson, 900 Vestmannaeyjar.

Nr. 94 Guðmundur Þorkelsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, 230 Reykjanesbæ

Nr. 102 Arnþór Hálfdánarson og Guðlaug Bernódusdóttir, 203 Kópavogur. 

Nr. 120 Wilhelm Steinason og Árný Jónsdóttir, 112 Reykjavík.

Nr. 179 Kristján Leósson og Lilja  Hafdís Snorradóttir 250 Garði.

Nr. 201 Sólveig B. Eyjólfsdóttir og Sigurður Þorkelsson, 201 Kópavogur.

Nr. 232  Pálmi Stefánsson og Dagbjört Jakobsdóttir 220 Hafnafjörður

Nr.281 Einar Magnússon og Margrét Steingrímsdóttir , 801 Selfoss.

Nr. 313  Hallgrímur Guðmundsson og Rebekka Gunnarsdóttir, 220 Hafnarfjörður.

Nr. 400 Hallgrímur Stefánsson og Watcharee Komglee (Sara), 260 Reykjanesbæ.

Fyrir hönd stjórn og nefnda.

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *