Sælir félagar.
Þá fer senn að líða að næstu ferð Félaga húsbílaeigenda, það er kjötsúpuferðin okkar í Fannahlíð helgina 18.-20. ágúst.
Verð í þessa ferð er:
Félagar í Félagi húsbílaeigenda greiða => 2.000 kr. pr. mann.
Gestir greiða => 3.500 kr. pr. gest.
Hlakka til að hitta ykkur og sjá.
Dagskrá:
Kjötsúpuferð Fannahlíð
Föstudagur 18. ágúst:
Munið að föstudagur er hattadagur.
Kl: 21.00
Brekkusöngur Félags húsbílaeigenda:
Samúel Þorsteinsson sér um og stjórnar brekkusöng.
Meðan á brekkusöng stendur verður eitthvað óvænt í boði.
Hús opið eftir söng til kl.01:00 músík og spjall.
Laugardagur 19. ágúst.
Kl: 11:00 Stutt ganga.
Kl: 12.00 verður kjötsúpa frá Galito í boði félagsins.
KL: 13.00 – 14.00 Markaður, félagar geta selt vörur sína ásamt Félagi húsbílaeigenda. Bingóspjöld seld.
Kl: 15.00 Létt zumba fyrir 6-95 ára, sem Hjördís Berglind Zebitz leiðir.
Kl: 16:30 Bingó
Hús opnað kl. 21:00 Gömlu dagana gefðu mér. Létt og góð lög spiluð til kl 01:00
Sunnudagur 20. ágúst.
Kl: 10.30 Þeir sem geta koma upp í hús og við göngum frá húsinu eins og við tókum við því.
Muna að skrifa í gestabókina.