Sælir kæru félagar.
Stóra ferðin okkar gekk vel þó að ferðaplanið hafi riðlast vegna veðurs og við urðum að sleppa viðkomu í Stafafell í Lóni. Við enduðum í 88 bílum sem er bara gott og það var dekkað borð fyrir 161 félaga og 4 börn á lokahófinu. Matseljan á Klausturskaffi hún Elísabet sá um að matreiða fyrir okkur þríréttaðan hátíðarmat sem rann ljúft ofan í okkur félagana. Hljómsveitin Nefndin sá svo um að allir dönsuðu af sér skóna. Það var almenn ánægja með Stóru-ferðina og héldu glaðir heim eða áfram í fríið.
Helgina 18.-20. Var kjötsúpuferðin okkar í Fannahlíð. Þar mættu 87 bílar og 4 gestir sem við vonum að gangi í okkar góða félag þegar þeir eru búnir að sjá hvað er gaman hjá okkur. Það er alltaf eitthvað nýtt í kjötsúpuferðinni okkar, í fyrra var brekkusöngurinn nýr hjá okkur, nú var boðið upp á zumba. Það var Samúel Þorsteinsson sem sá um brekkusönginn, og voru félagar duglegir að taka undir. Um zumbuna sá Hjördís Berglind Zebitz um. Og var gaman að sjá hvað félagar okkar eru duglegir að taka þátt í því sem er boðið upp á í ferðum, t.d. fóru rúmlega 20 félagar í gönguferð með henni Hafdísi okkar Brands nr. 394. Kjötsúpan var á sínum tíma, markaðurinn og bingóið voru á sínum stað. Ekki má gleyma spilurunum okkar þeim Gulla nr. 200, Sigga nr. 125, Óla nr. 717 Guðmundi nr. 133, sem spiluðu bæði föstudags og laugardagskvöld. Veðrið lék við okkur alla helgina, héldu félagar heim glaðir eftir góða helgi.
Lokaferð /Árshátíð 22.-24. september sem verður í Laugalandi Holtum. Við höfum sama hátt á og undanfarin ár að þið félagar góðir pantið á árshátíð/lokaferð hjá formanni síma félagsins 896-5057 eða netfang husbill@husbill.is og leggið svo inn á reikning félagsins 0552-26-6812 kt: 681290-1099. Ekki búið að verðleggja Lokaferð/Árshátíð, það kemur inn á heimasíðu félagsins og fésbókina, fljótlega eftir mánaðarmótin.
Lokadagur fyrir pöntun á árshátíðina verður þriðjudagurinn 19. september. Það verður margt til skemmtunar happdrætti, dregið úr félagsnúmerum og fleira. Boðið verður upp á fordrykk og þriggja rétta hátíðar matseðil sem kvenfélagið Framtíðin sér um að framreiða. Hljómsveitin Halogen sér um að allir skemmti sér vel.
Nýir félagar:
Nr. 116 Ragnheiður Þóra Benediktsdóttir og Sigþór Ómarsson, 300 Akranes.
Nr. 121 Þráinn Sigurðsson og Aðalheiður Dröfn Gísladóttir, 300 Akranes
Nr.123 Helgi Rúnar Elísson og Jóna Sigurveig Ágústsdóttir, 700 Egilsstaðir.
Fyrir hönd stjórn og nefnda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður