Fréttabréf nóvember 2017.

 

Fréttabréf nóvember 2017.

Komið sælir félagar og takk fyrir skemmtilegt ferðasumar. Nú fer aðventan að gangi í garð, þá fara aðventuljósin að sjást í gluggum landsmanna og önnur ljós sem koma til með að lýsa upp skammdegið. Senn líður að jólunum. Nú  er komið að síðasta fréttabréfi sem sent verður út á þessu ári.

Fréttabréfin: 

Framvegis verði öll fréttabréf sem verða gefin út af Félagi húsbílaeigenda eftir 1. janúar 2018 sett á netföng félaga okkar, heimasíðu félagsins og linkur settur á facebook hóp Félags húsbílaeigenda. Nú er mikið atriði að netföng félaga okkar séu rétt, svo allt skili sér á rétta staði.

Aðalfundur 2017:

Á aðalfundinum sem haldinn á sal  Fjölbrautarskóla Vesturlanda Akranesi 14. október s.l. varð breyting á stjórn félagsins og skemmtinefndinni. En ferðanefndin okkar er óbreytt.

Inn í stjórn kom, Sigríður Steinólfsdóttir nr. 170 og  hjónin Erla Vigdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson nr.111. Inn í  skemmtinefnd komu hjónin Danfríður E. Þorsteinsdóttir og Kristbjörn Svansson nr. 270.

Strax eftir aðalfund kom nýkjörin stjórn saman heima hjá formanni  og skipti stjórnin með sér verkum.

Stjórn Félags húsbílaeigenda 2018 skipa:

Anna Pálína Magnúsdóttir nr. 82 formaður.

Sigurbjörg Einarsdóttir nr. 377 gjaldkeri 

Inga Dóra Þorsteinsdóttir nr. 131 ritari.  

Guðmundur Helgi Guðjónsson nr. 131 varaformaður.

Erla Vigdís Óskarsdóttir  nr. 111 vararitari. 

Sigríður Steinólfsdóttir  nr. 170 og  Jónatan Ingimarsson nr. 111 meðstjórnendur.

 Ferðanefnd 2018 er óbreitt:     

Ásgeir M. Hjálmarsson nr. 712,

Árni Óskarsson nr. 65,

Ásgerður Ásta Magnúsdóttir nr. 501

Ingibjörg Jónatansdóttir nr. 799. 

Formaður ferðanefndar er Ásgeir M. Hjálmarsson nr. 712.

Skemmtinefnd 2018 skipa:   

Hafdís Brandsdóttir nr. 394, hjónin Ágústa Överby og Árni Björnsson nr.318, og hjónin Danfríður E. Þorsteinsdóttir og Kristbjörn Svansson nr. 270.

Formaður skemmtinefndar er Ágústa Överby nr. 318

Netstjóri  Félags húsbílaeigenda 2018:

Guðmundur Helgi Guðjónsson nr. 131.

Skoðunarmenn reikninga 2018:

Erla Skarphéðinsdóttir nr. 568, Guðbjörg Bjarnadóttir nr. 75 og Björn Þorbjörnsson nr. 10 varamaður. Við bjóðum nýja stjórnarmenn, nefndarmenn, netstjóra og skoðunarmann reikninga velkomna til starfa.

Það er mikil tilhlökkun að fara að vinna með öllu þessu góða fólki að hagsmunum fyrir félagsmenn og okkar góða félag, Félaga húsbílaeigenda.

Úr stjórn fóru:   

Katrín Björk Baldvinsdóttir nr. 100, hjónin Snjólaug Kristinsdóttir og Gísli Sæmundsson nr. 166. Þökkum við þeim fyrir gott og skemmtilegt samstarf.

Úr skemmtinefnd fóru: 

Geirþrúður Ásta Jónsdóttir nr. 93 og Sesselja Eiríksdóttir nr. 533.

Þökkum við þeim fyrir gott og skemmtilegt samstarf.

Félag húsbílaeigenda 35 ára:

Eins og allir félagsmenn vita verður félagið okkar 35 ára á næsta ári. Stjórn félagsins er farin að huga að því. Finna hentugt húsnæði, fá tilboð í hátíðarmatseðil og fleira sem tilheyrir. Skemmtinefndin er að vinna á fullu í að finna hljómsveit og fleira skemmtilegt sem til þarf fyrir stóra og skemmtilega afmælisveislu.

Nú er allt komið á fullt hjá ferðanefnd að skipuleggja næsta ferðaár. Finna staði sem hægt er að heimsækja í helgarferðum, í Stóru-ferðinni og ekki má gleyma 35 ára afmælinu eða Árshátíð/Lokaferð. Spennandi að vita hvert verður haldið ferðasumarið 2018. Skemmtinefndin lætur sér detta eitthvað skemmtilegt í hug til að láta okkur félagsmennina gera í ferðum sumarsins 2018. Þetta verður örugglega skemmtilegt og  spennandi.

Breytingar:

Enn og aftur bið ég ykkur kæru félagar að láta formann vita ef breyting hefur orðið hjá ykkur t.d. breytt heimilisfang, nýr bíll, nýtt netfang og fl.svo allt verði rétt skráð í Félagatalið 2018.                             

Mjög mikilvægt að láta vita um breytt heimilisfang svo Félagatalið fari á réttan stað þegar það kemur út í vor.   

Senda allar breytingar á husbill@husbill.is eða síma 896-5057.

Sími félagsins er 896-5057:

Símatími formanns er mánudaga og miðvikudaga frá kl: 13.00-15.00 og fimmtudaga frá kl: 17.00-19.00

Nýir félagar:

Nr. 147 Björn Gíslason og Jensína Kristjánsdóttir, 200 Kópavogur

Nr. 301 Gísli Kristján Kjartansson og Oddný Bergsveina Ásmundsdóttir, 301 Hvammstanga.

Eins og áður sagði er þetta síðasta fréttabréf  sem Félag húsbílaeigenda sendir út á þessu ári,  þá sendir stjórn og nefndir öllum félögum okkar í Félagi húsbílaeigenda óskir um.

Gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár, með ósk um að árið 2018 verði okkur öllum gæfuríkt og gott.

Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum.

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður Félags húsbílaeigenda.

 

 

                                                                                                      

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *