Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár, takk fyrir árið sem var að líða.
Þá er runnið upp árið 2018, já tíminn líður hratt ,vorið kemur áður en við vitum af og við þá farin að huga að ýmsu í sambandi við húsbílana okkar. Það er bara skemmtilegt.
Nú er fyrsti fundur stjórnar á nýju ári með ferða og skemmtinefnd afstaðinn. Það var endanleg ákvörðun um ferðir félagsins sumarið 2018. Skemmtinefndin sagði frá hugmyndum sínum hvað hún gæti platað okkur til að gera í ferðum sumarsins.
Ferðafundurinn verður laugardaginn 21. apríl kl: 14.00 í Fólkvangi Kjalarnesi.
1 Ferð 4. – 6. maí Skoðunarhelgin.
2 Ferð 18. – 21. maí Hvítasunnuhelgin
3. Ferð 8 .- 10. júní. Helgarferð.
4 Ferð 22. – 24. júní. Helgarferð.
5. Ferð 13. – 22. júlí Stóra-Ferð.
6 Ferð 17. – 19. ágúst Helgarferð.
7 Ferð 14. – 16. september, Árshátíð, Afmæli og Lokaferð.
Við í stjórn og nefndum félagsins, vonum að þið félagar góðir séuð bara ánægðir með ferðaplanið okkar sumarið 2018. Vonum við jafnframt að þið verðið dugleg að taka þátt í ferðum félagsins eins og undanfarin ár.
Vinnan við félagatal 2018 er hafin, auglýsingaöflun er mikil vinna en sú vinna skilar sér vonandi vel fyrir okkur, hjálpar til við rekstur á okkar góða félagi.
Ef einhverjar breytingar hafa verið hjá ykkur kæru félagar, nýr bíll eða flutningur, endilega látið formann vita í síma 896-5057 eða á netfangið husbill@husbill.is Lokaskil okkar til prentsmiðju er 20. febrúar.
Félagsgjaldið 7.000 kr. fyrir árið 2018 er hægt að greiða beint inn á reikning félagsins sem er 0552-26-6812. Kt: 681290-1099. Ég bið ykkur að skrifa félagsnúmer ykkar í skýringu, það auðveldar okkur að fylgjast með hver er að greiða.
Svo í lok febrúar fara ógreidd félagsgjöld fyrir árið 2018, 7.000 kr. í heimabankann með gjaldaga 1. mars og eindaga 15. mars, eins og stendur í lögum félagsins.
Sjáumst hress og kát á ferðafundinum laugardaginn 21. apríl kl: 14.00.
Fyrir hönd stjórn og nefnda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.