Sælir félagar og gleðilegt sumar..
Nú er ferðafundur ný afstaðin og þar mættu um 150-170 mans. Þar upplýsti formaður ferðanefndar Ásgeir M. Hjálmarsson hvert verður haldið í ferðum sumarsins.
Danfríður E. Þorsteinsdóttir fór yfir það sem skemmtinefndin hefur í huga varðandi skemmtileg heit í ferðum sumarsins. Nú látum við okkur bara hlakka til.
Ásdís Pálsdóttir nr. 404 talaði um útilegukortið og verðlag á tjaldstæðum og beindi því til stjórnar að fá nokkra félaga til að vinna í því, hvort Félag húsbílaeigenda vegna fjölda félaga gæti fengið afslátt á tjaldstæðum víðsvegar um landið. Það yrði svo sett inn á heimasíðunna okkar. Henni finnst ekki nógu mikið gert í þessu að hálfu stjórnar. Stjórnin tók þetta til sín og ætlar að hrinda þessu í framkvæmd.
Á Stjórnarfundi 23. maí s.l. skipti stjórnin tjaldstæðunum sem ekki eru með Útilegukort á milli sín eftir svæðum. Ætlum við að senda tölvupósta og kanna hvort Félag húsbílaeigenda geti fengið afslátt vegna fjölda félaga í okkar félagi. Svo sjáum við hvað kemur út úr því.
Í lok fundar voru félagatölin og félagsskírteini afhent þeim félögum sem voru búnir að greiða félagsgjöldin fyrir árið 2018.
Síðan var boðið upp á kaffi og kleinur.
1. Ferð 4.-6. maí. Skoðunarhelgin. Skoðun fer fram í Reykjanesbæ, verð fyrir skoðun er 7.400 kr. eftir skoðun verður farið í Voga á Vatnsleysuströnd.
2. Ferð 18.-21. maí. Hvítasunnan. Íþróttahúsið Þykkvabæ
3. Ferð 8.-10. júní. Helgarferð. Félagsgarður í Kjós
4. Ferð 22.-24. júní. Helgarferð. Hvolsvöllur
5. Ferð 13.-22. júlí. Stóra-Ferð. Vesturland og Snæfellsnes
6. Ferð 17.-19. ágúst. Helgarferð . Brautartunga
7. Ferð 14.-16. september. Árshátíð, 35 ára Afmæli og Lokaferð í Garðinum
Stóra-Ferð 2018. Vesturland / Snæfellsnesið
Föstudagurinn 13. – 15. júlí Akranes => tvær nætur.
Sunnudagurinn 15.- 17. júlí Traðir => tvær nætur.
Þriðjudagurinn 17.- 20. júlí Stykkishólmur => þrjár nætur.
Föstudagurinn 20.- 22. júlí Árblik => tvær nætur
Skoðunardagurinn / Vogar 4.-6. Maí. Útilegukort.
Skoðað verður laugardaginn 5. maí í skoðunarstöð Frumherja Njarðargötu 7, 260 Reykjanesbæ. Skoðun hefst kl:09.00 og kostar 7.400 kr. Gegn framvísun á félagsskírteini 2018. Ykkur er heimilt að leggja fyrir utan skoðunarstöðina aðfaranótt laugardagsins. Eftir skoðun verður haldið í Voga á Vatnsleysuströnd og verðum þar það sem eftir er helgarinnar. Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt, meðan við dveljum þar. Kl: 16.00 á laugardeginum verður spilað Útibingó, ef veður leifir, spjaldið kostar 600 kr. Flottir vinningar að vanda. Kl: 20.00 þegar allir eru búnir að grilla og vaska upp eftir kvöldmatinn þá verður flöskuleikurinn spilaður. Svo njótum við þess að hafa það gaman saman.
Tilboð til félaga í Félagi húsbílaeigenda.
Gisting=> 800 kr. pr. mann + gistináttagjald. Rafmagn 700 kr. pr. sólahringinn.
Hér gera allir upp hjá staðarhaldara.
Félag húsbílaeiganda og Frumherji. Tilboð 2018.
20% afsláttur á aðalskoðun bifreiða í eigu félagsmanna gegn framvísun félagsskírteinis 2018.
ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja Reykjanesbæ 5. maí. Munið eftir félagsskírteinunum 2018
Verð á skoðun þann dag er kr. 7.400.-
Á landsbyggðinni verður boðið upp á sömu kjör á fyrsta opnunardegi eftir húsbíladaginn. Gegn framvísun félagsskírteinis 2018.
Fram að húsbíladeginum veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).
Eftir húsbíladaginn og fram til 15. júní veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið). Gegn framvísun félagsskírteinis 2018.
Nýir félagar:
Nr. 35, Bjarni Guðmann Ólafsson og Þórunn Hafdís Karlsdóttir 225 Álftanes
Nr. 244, Lilja Sólrún Jónsdóttir, 107 Reykjavík.
Með sumarkveðju
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður