Skoðunardagurinn 5.maí

Inga Rut tjaldvörður í Vogunum, býður okkur upp á eðalkjötsúpu á laugardeginum milli KL: 17.00-19.00 og ný bakað brauð tómatabrauð og Verona brauð sem er hvítt brauð (hægt að hafa dökkt brauð ef þið viljið)
Hugmynd hennar er að hafa þetta innan dyra í félagsmiðstöðinni eða Lions húsinu sem er bara í brekkunni.
Verðið er 1800 kr. á manninn og 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. 

Það væri gott að þeir sem hafa áhuga á að fá súpu í Vogunum létu vita því að Inga Rut þarf að fá að vita sirka fjöldan sem ætlar að nýta sér þetta frábæra tilboð.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *