Nú er Félagatalið og félags-og afsláttarskírteinið komið frá prentsmiðjunni. Pökkun stendur yfir og fylgir með tilboð frá Skeljungi og Orkunni og einnig frá Olís og ÓB og gullkort frá Útivist og Sport.
Vænst er til að bókin geti farið til allra þeirra sem greitt hafa félagsgjöldin í póst á morgun mánudaginn 29. mars, þannig að þið fáið hana í hendur á miðvikudaginn fyrir páska.
Gleðilega páska til ykkar allra. F.h. Stjórnar og nefnda, Soffía G. Ólafsdóttir, formaður