Sælir félagar.
Þá er Hvítasunnuferðin okkar næst á dagskrá, við verðum í Íþróttahúsinu í Þykkvabæ.
Verð fyrir félaga er 6.500 kr. pr. mann.
Verð fyrir gesti er 7.500 kr. pr. gest.
Fyrir 14-18 ára unglinga kostar 2.000 kr.
Dagskrá helgarinnar er í smíðum en verður svipuð eins og undanfarin ár, með smá breytingum þó.
Verður hún sett hér inn um leið og dagskráin verður klár, sem verður á morgun eða miðvikudag.
Nú vonum við að veðrið verði okkur hagstætt.
Vonast til að sjá sem flesta félaga hressa og káta um Hvítasunnuna.
Kv. Anna Pálína formaður