Hvítasunnan Íþróttahúsinu Þykkvabæ. 18.–21. maí 2018. Dagskrá.

Verð fyrir helgina  í Þykkvabænun er eftir farandi:

Fyrir félagsmann kostar helgin 6.500 kr

Fyrir 14-18 ára unglinga kostar helgin 2.000 kr

Fyrir gest kostar helgin 7.500 kr.

 

Föstudagur 18. maí:

Hattadagur!

Kl:21.00. Komum saman  upp í húsi, syngja og spjalla saman. Söngbókin tekin fram og eru félagar hvattir til að koma  með hljóðfærin sín. Höfum það bara gaman saman

 

Laugardagur 19. maí.

Kl: 11.00.  Léttganga (stafaganga)

Kl: 13.00. Markaður og sala á happadrættismiðum.Félagar hvattir til að vera með söluborð.

Kl: 15.00. Ólumpíuleikar Félags húsbílaeigenda. Léttir leikir sem allir geta takið þátt í. 

Skemmtinefndin gengur um svæðið og selur happadrættismiða. Miðinn kostar 250 kr. Bara tekið við peningum, ekki posi.

Kl: 20.00 komum saman upp í húsi, þá verður dregið í happadrættinu, flottir vinningar í boði.

 1. Gjafabréf frá Kjarnafæði => heiðarlæri og álegg.
 2. Kerti og kertadiskur frá Vigdísi nr. 51 og kertadiskur frá Ágústu nr. 696.
 3. 15 metra (bjór) slanga frá Barka.
 4. Bland í poka frá N1.
 5. Kaffikanna frá Betri hjólhýsakaupum.
 6. Ketill frá N1.
 7. Handverkfæri frá Brammer og íblöndunarefni frá Wurth
 8. 1 púði og teppi frá Álnabæ Keflavík.
 9. Lögur fyrir wc, wc pappir og eldhúsrúllur frá Bílaraf Hafnarfirði.
 10. Íblöndunarefni og fl.frá wurth.
 11. Gjafabréf frá Greifanum Akureyri => 8.000 kr.
 12. Leynivinningur.

Kl: 22.00 koma Feðgarnir og spila fyrir dansi og verður dansað til kl: 01.00

 

Sunnudagur 20. maí.

Kl: 13.00 Félagsvist

Kl: 15.00 Hvítasunnukaffið

Kl: 20.00 Dregið í bílahappadrættinu. A.t.h. ef viðkomandi er ekki í húsi, verður dregið aftur.

Verðlaun afhent fyrir ólumpíuleika og félagsvist.

Svo hjálpumst við saman við að ganga frá húsinu á mánudeginum.  Muna eftir að skrifa í gestabókina.

Fyrir hönd stjórn og nefnda.

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *