Helgarferð Félagsgarður í Kjós. 8.–10. júní 2018. Dagskrá.

 

Verð fyrir helgina í Félagsgarði er eftir farandi: 

Fyrir félagsmann kostar helgin 1.500 kr 

Fyrir gest kostar helgin 2.000 kr. 

 

Föstudagur 8. júní:

Hattadagur!

Kl:21.00. Komum saman  upp í húsi, Ella Bjarna nr. 525, kennir  línudans. Söngbókin tekin fram og eru félagar hvattir til að koma  með hljóðfærin sín. Höfum það bara, gaman saman.

Laugardagur 9. júní.

 Kl: 11.00.   Léttganga (stafaganga) undir sterkri stjórn Hafdísar Brands nr. 394

 

Kl: 13.00. Markaður, félagar hvattir til að vera með söluborð. Sala á bingóspjöldum, 600 kr. spjaldið. Á meðan markaðurinn stendur yfir eru félagar hvattir til að koma með hannyrðir sínar, svo verða spil á borðum ef einhverjir vilja taka í spil.

 

Kl: 15.00.  Bingó. 

 

Kl: 16.00.  Sætabrauð og kleinur í boði félagsins.

 

Kl: 17.30. Ella Bjarna nr. 525, kennir línudans.

 

Kl: 21.00 Cd diskar spilaðir, ef félagar sem eru með hljóðfærin sín vilja spila, hafið samband við skemmtinefnd. Höfum það bara, gaman saman.

 

Sunnudagur 10. júní.

Þá hjálpumst við saman við að ganga frá húsinu.   Muna eftir að skrifa í gestabókina.

 

Fyrir hönd Stjórn og nefnda.

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *