Sælir félagar.
Skoðunardagurinn tókst vel, það voru skoðaðir 53 bílar sem er 20 bílum fleira en var í fyrra á skoðunardegi. Boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og konfekt. Eftir skoðun var farið á Voga á Vatnsleysuströnd, og voru þar á milli 50 og 60 bílar á föstudeginum sem fjölgaði vel eftir skoðun á laugardeginum enduðum með 80-90 bíla. Farið var í útileiki á laugardeginum í góðu veðri. Var ekki annað að sjá að allir hafi notið þess að hitta félagana til að spjalla. Þetta var góð helgi, gott tjaldstæði, þó svo það mætti huga betur að salernismálum, en það stendur til bóta.
Um Hvítasunnuhelgina vorum við með Íþróttahúsið í Þykkvabæ og dvöldum þar í góðu yfirlæti þrátt fyrir leiðinlegt veður. Hér settu veðurguðirnir strik í reikninginn, það komu færri bílar en ella, mættu 49 bílar, sennilega fámennasta Hvítasunnuferð sem farin hefur verið. „Fámennt og góðmennt“ eins og máltakið segir. En það skemmtu sér allir mjög vel og höfðum við það gaman saman, fengum allar útgáfur af veðri.
Helgina 8.-10. júní, var farið í Félagsgarð í Kjós. Það var engin breyting hjá veðurguðunum, en við létum rigninguna ekki trufla okkur. Enda með afnot af flottu félagsheimili og allir skemmtu sér konunglega. Í Félagsgarð mættu 87 bílar.
Næsta ferð er 22.-24. júní en þá verðum við á Hvolsvelli. (Dagskrá kemur síðar)
Stóra-ferðin okkar er 13.-22. júlí, þá er farið um Vesturland / Snæfellsnes /Dali.
Við byrjum á Akranesi þar er Útilegukort, og endum í Árbliki í Dölum, þar sem lokahóf Stóru–Ferðar verður.
Verð í Stóru-Ferð 2018.
7.000 kr. pr. félagsmann. (Sama verð og 2017)
9.000 kr. pr. gest.
Við höfum sama fyrirkomulag og var 2017. Við greiðum sjálf fyrir okkur á tjaldstæðunum.
Við ætlum að bjóða félögum að greiða beint inn á reikning félagsins, fyrir þriðjudaginn 17. júlí, sem er lokadagur fyrir skráningu í lokahóf Stóru-Ferðar. Banki: 0552-26-6812 kt: 681290-1099. Sparið sporin hjá ferðanefnd, og komið til þeirra og greiðið í Stóru-Ferðina, hlustið þegar kallað verður í lúðurinn góða á Akranesi og Tröðum.
Föstudagurinn 13. – 15. júlí Akranes => tvær nætur.
Laugardaginn 14. Júlí. Í boði veður rútuferð um Akranes með leiðsögn og Akranesviti heimsóttur þar sem vitavörðurinn tekur á móti hópnum.
Sunnudagurinn 15.- 17. júlí Traðir => tvær nætur.
Þriðjudagurinn 17.- 20. júlí Stykkishólmur => þrjár nætur.
Í Stykkishólmi er margt hægt að skoða og gera, og verður vel farið yfir það í leiðarvísinum sem fylgir þegar er greitt í Stóru-Ferðina.
Með Baldri út í Flatey kostar 7.840 kr. eldri borgarar 6.280 kr. Bjóða 15% afslátt gegn framvísun á félagsskírteinum 2018.( Baldur fer tvær ferðir á dag).
[Sæferðir ehf]<http://eimskip.com/>
Viking Sushi ævintýraferðin, 2 klst.og 15 mín, kostar 7.700 kr. eldri borgarar 6.216 kr. Bjóða 20% afslátt ef fólk tekur sig saman er hægt að útbúa sér ferð fyrir hópinn.
Viking Sushi ævintýraferðin, stutta útgáfan 1 klst.og 20 mín, kostar 6.220 kr. eldri borgarar 4.976 kr. Bjóða 20% afslátt.
Hægt er að lesa sér til um ferðirnar áhttps://www.saeferdir.is/ferdir-i-bodi/vikingasushi/
Þeir verða að fá bókanir sem allra fyrst til að vera vissir að það séu pláss í ferðirnar fyrir ykkur.
Föstudagurinn 20.- 22. júlí Árblik => tvær nætur. Á laugardagskvöldinu verður lokahófið m/hátíðarhlaðborði og dansleik með Stulla og Danna.
17.-19. ágúst. Kjötsúpu/Furðufataferð í Brautartungu.
14.-16. september. Árshátíð, 35 ára Afmæli og Lokaferð í Garðinum.
Nýir félagar:
Nr.72.Sóley Ragnarsdóttir og Guðmundur Bogason,112 Reykjavík
Nr.95.Steinunn R.Einarsdóttir og Kristján S.Ingólfsson,104 Reykjavík
Nr.105.Benedikt Heiðdal.260Reykjanesbæ
Nr.352.Valdimar Bjarni Guðmundsson,300 Akranesi
Nr.369.Jón Sigurður Pálsson og Rakel Ólafsdóttir,112 Reykjavík
Við bjóðum nýja félaga velkomna í okkar góða félag.
Fyrir hönd Stjórn og nefnda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður