Ferðin hefst á tjaldstæðinu á Akranesi og endar í Árbliki Dölum
Frjáls brottfarartími er alla ferðina og því kjörið að kynna sér handbókina og skoða sig vel um á leiðinni milli staða.
Við ætlum að bjóða félögum að greiða beint inn á reikning félagsins, fyrir þriðjudaginn 17. júlí, sem er lokadagur fyrir skráningu í lokahóf Stóru-Ferðar. Banki: 0552-26-6812 kt. 681290-1099. Sparið sporin hjá ferðanefnd, og komið til þeirra og greiðið í Stóru-Ferðina, hlustið þegar kallað verður í lúðurinn góða á Akranesi og Tröðum.
Pokin sem hýsir öll gögn, handbók, dagskrá, barmmerki og fleira sem þið fáið afhent, þegar greitt er í Stóru-Ferðina er fjölnota poki. Pokinn er gjöf til ykkar kæru félagar í tilefni 35 ára afmæli félagsins.
Ferðin kostar 7.000 kr. Gestir greiða 9.000 kr.
Við ætlum að hafa það þannig í þessari ferð, að hver félagsmaður greiðir fyrir tjaldstæði hjá staðarhaldara
Föstudagur 13 júlí,tjaldstæðið á Akranesi, 2 nætur.
Munið að föstudagar eru hattadagar !
Útilegukort:
Gistináttagjald 300 kr.+ vask. 33 kr. = 333 kr. pr. nótt.
Rafmagn 900 kr. pr. sólahring á bíl.
Þeir sem ætla að taka þátt í vinaleiknum, skrái sig hjá skemmtinefnd.
Kl: 16. 00. Ratleikur, skila lausnum í póstkassann góða hjá skemmtinefnd.
Laugardagur 14. júlí, Tjaldstæðið á Akranesi.
Útilegukort:
Gistináttagjald 300 kr.+ vask. 33 kr. = 333 kr. pr. nótt á bíl.
Rafmagn 900 kr. pr. sólahring á bíl.
Kl: 12.30. Félag húsbílaeigenda bíður félögum í útsýnisferð um Akranes með leiðsögn og viðkomu í Akranesvita.
Kl:20.00: Formaður Anna Pálína Magnúsdóttir nr. 82 setur ferðina, fyrirkomulag og dagskrá ferðarinnar kynnt. Söngbókin tekin fram og sunginn nokkur lög. Félagsmenn dregið eru hvattir til að koma með hljóðfærin sín og njóta þess að hittast og hafa gaman saman.
Að því loknu verður dregið í vinaleiknum og þá hefst vinaleikurinn.
Sunnudagur 15. júlí,Akranes – Á Eyrunum, Traðir, 2 nætur.
Hér greiða félagsmenn fyrir sig, gera upp við staðarhalda.
Gisting: 1.200 kr. pr. mann sólahringurinn.
Gistináttagjald 300 kr.+ vask. 33 kr. = 333 kr. pr. nótt á bíl.
Rafmagn 1.000 kr. pr. sólahring á bíl.
Mánudagur 16. júlí, Á Eyrunum, Traðir.
Hér greiða félagsmenn fyrir sig, gera upp við staðarhalda.
Gisting: 1.200 kr. pr. mann sólahringurinn.
Gistináttagjald 300 kr.+ vask. 33 kr. = 333 kr. pr. nótt á bíl.
Rafmagn 1.000 kr. pr. sólahring á bíl.
Kl. 11.00 verður létt ganga með skemmtinefnd.
Kl.15.00 Saeiginlegt kaffihlaðborð ef veður leyfir, koma þeir sem vilja vera með og koma með eitthvað góðgæti og leggja á borð í sameiginlegt kaffihlaðborð.
Kl: 16.00. Útibingó, 600 kr. spjaldið, enginn posi bara peningar.
Þriðjudagur 17. júlí, Á Eyrunum, Traðir.– Stykkishólmur, 3 nætur
Hér greiða félagsmenn fyrir sig, gera upp við staðarhalda.
(Tilboð=> 2 nætur 2.300 kr. pr. mann )
Tilboð=> 3 nætur 2.800 kr. pr. mann.
Gistináttagjald 300 kr.+ vask. 33 kr. = 333 kr. pr. nótt.
Rafmagn 800 kr. pr. sólahring á bíl.
Kl: 20.00 Flöskuleikur: Skipt verður í 6 manna lið, hvert lið gefur sér nafn. Allir að vera með.
Miðvikudagur 18. júlí,Stykkishólmur.
Hér greiða félagsmenn fyrir sig, gera upp við staðarhalda.
(Tilboð=> 2 nætur 2.300 kr. pr. mann )
Tilboð=> 3 nætur 2.800 kr. pr. mann.
Gistináttagjald 300 kr.+ vask. 33 kr. = 333 kr. pr. nótt.
Rafmagn 800 kr. pr. sólahring á bíl.
Kl: 11.00. Létt gönguferð með heimakonunni Dagbjörtu Höskuldsdóttur, hún segir frá staðarháttum fyrr og nú í Stykkishólmi.
Kl: 15.00 Ólumpíuleikar Félags húsbílaeigenda. Léttir leikir, allir að vera með.
Fimmtudagur 19. júlí Stykkishólmur.
17.00. Útimarkaður: Heimamönnum boðið að vera með. þeir sem vilja leyfa heimamönnum að skoða bílana sína hafa þá opna.
Bjórleikur skráning hjá skemmtinefnd.
Þeir sem vilja vera með, koma með EINN bjór. Sem
sagt einn bjór-einn bíll. Númer bílsins verður sett í pott og seinna um kvöldið Kl: 20.00 verður dregið um vonandi fjöldann allan af bjórdósum og auðvitað fullum Þar sem ekki er vitað um fjölda þátttakenda þá er ekki vitað nú hve margir verði dregnir út en vonandi nokkrir!
Athuga, Skoða bestur fyrir.
Föstudagur 20. júlí Stykkishólmur – Árblik í Dölum.
Við höfum félagsheimilið Árblik til afnota frá föstudegi til sunnudags.
Hér greiða félagar bara fyrir rafmagn 600 kr. pr. sólahringurinn pr. bíl.
Gildir fyrir þá sem verða í rafmagni.
Póstkassa fyrir gátur er komið fyrir í anddyr hússins.MUNA AÐ MERKJA BLÖÐINFÉLAGSNÚMERI.
Skilafrestur á gátum er kl: 13.00 á laugardag.
Kl: 20.00 . Dregið í bjórpottaleiknum og vinaleikurinn gerður upp og fl. skemmtilegt. Söngbókin tekin fram og syngjum saman. Félagsmenn eru hvattir til að koma með hljóðfærin sín og njóta þess að hittast og hafa gaman saman.
Laugardagur 21. júlí, Árblik.
Muna eftir að skila gátublöðum í póstkassann í anddyr hússins.
Skemmtinefnd selur happadrættismiðar, labbað verður í bílana og seldir happadrættismiðar.
Kl.19.00 verður skemmtinefnd í anddyri hússins og selur fleiri happadrættismiða.
Miðinn kostar 250 kr. flottir vinningar eins og alltaf.
Kl. 13.00 Markaður: þar geta félagar selt vörur sínar.
Kl:15.00. Félagsvist.
Kl: 19:30. Lokahóf.
Boðið verður upp á hátíðarhlaðborð, kaffi og nammi í eftirrétt –
Skemmtidagskrá –
Bílahappadrætti, verðlaun veitt fyrir ólumpíuleikana, félagsvist, gátur, ratleik og dregið í happadrættinu. Flottir vinningar þar!
Kl: 22.00. Koma Stulli og Danni og spilar fyrir dansi til kl: 01.00.
Sunnudagur 22. júlí: Árblik .
*Kl: 10.30 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina.
Með í pokanum góða er blað þar sem skemmtinefnd biður ykkur félagar góðir að koma með tillögur um hver eða hverjir eiga að hljóta Gedduna í ár. ?
Skrá nafn, félagsnúmer og stutta sögu á viðkomandi og hvers vegna viðkomandi á skilið að hljóta Gedduna.
Blöðum skal skilað í póstkassann góða.
Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til!
Takk fyrir samveruna og góða ferð heim eða áfram í fríið.
Fyrir hönd stjórn og nefnda Félags húsbílaeigenda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.