Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð 2018

Kæru félagar nú er komið að því að skrá sig og greiða á Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð sem verður haldin í Íþróttahúsinu Garðinum laugardaginn 15. september n.k. Við þurfum að vera búin að gefa upp fjölda gesta fyrir 1. september n.k. Miðinn kostar 8.500 kr. Leggja inn á reikning félagsins sem er 0552-26-6812 kt. 681290-1099. Félagið greiðir hvern miða niður um 6.000 kr. Stöndum nú saman og fjölmennum á þessa flottu skemmtun. Skemmtana og veislustjóri verður Ingvar Jónsson, Friðrik Ómar og Regína Ósk skemmta okkur með söng og hljómsveitin Upplyfting sér um að allir dansi af sér skóna. Í Brautatungu verðum við með posa og þar verður hægt að kaupa miða í afmælið.
Miðarnir eru númeraðir og gilda sem happdrættismiðar. Dregnir verða út þrír vinningar.

Hökkum til að sjá ykkur sem flest og höfum það gaman saman.
Kveðja stjórnin.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *