Vísur eftir Hallmund no 208

Stjórnin.

 

Önnu Pálu leiðarljós
á lífsgöngunn‘ er Valur.
Nú er hennar fína fjós;
-fullur- veislusalur.

 

Í augum Helga birtist Blik 
er bað hann Ingu Dóru.
Hún áköf sýndi ekkert hik
og augnablik þau fóru.

 

Sibba alveg dáleidd datt
inn í Dalakofann.
Palli þá sinn pípuhatt;
-prúður leiddi ofan-.

 

Sirrý -Æsir- telur „töff“,
-El Tóró- vill hann Ægir.
Eflaust verður æfin „röff“
uns annað þeirra vægir.

 

Í Bliki mikið yndi er
hjá Ingu Dór‘ um helgi.
Ávallt þó hún sér að sér 
ef sér hún ellibelgi.

 

 

H-Tún er Erlu höfuðból,
þar höfgar Tani bólið.
Í túninu er skraut og skjól,
ef skerpir kallinn tólið.

 

Jónatan í góðum gír
gælir oft við kerlu.
Þó Túnið skorti kött og kýr
þá kotið hefur Erlu

 

Ferðanefnd.

Ásgeir hefur aldrei skort
að orðum þvælist tunga.
En er nú ekki spaug það sport
að spól‘ á Kríuunga?

 

Með Litla-Húna í lágum gír
er lagið honum Árna.
Allt er honum ær og kýr
og ekki mun það kárna.

 

Ritverk eru rétt og traust
ef ritað er feita letrinu;
að Ása prjóni endalaust,
inn‘ í Höfðasetrinu.

 

Engan skyldi undra það 
að Inga vegi kanni.
Það er hennar háttur að,
-hamast á Frímanni-.

 

Skemmtinefnd.

 

Okkur reynist auðnuspor
að Ágústa hafi Grána,
því ung hún álpast meðal vor
og öldnum vekur þrána.

 

Hafdís Brands á Kríli kann,
kúnstina að brosa.
Um hana verður sagt með sann;
-að sæt er alveg rosa-.

 

Á tindilfættum tánum er,
og töltir vel hún Fríða.
Draumur hana dável ber
og dröslar henni víða.

 

Í ljúfum draum er dásamlegt,
ef Draumur áfram skröltir.
Kidda finnst þó kristilegt;
ef konan -undir- bröltir.

 

Árn‘ er grár sem gamall klár
en giska frár og hertur.
Lúinn, sár og soldið blár,
Sorrý, þrár og sperrtur.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *