Sælir félagar.
Stór ferðin okkar gekk vel og fengum við bara gott veður, bæði rigningu og sól. Í Stóru-Ferðina mættu 62 bílar. í þessari ferð var ýmislegt brallað en samt hefðbundin eins Stóra-Ferðin hefur verið undanfarin ár. Fastir liðir eins og félagsvist, bingó, happadrætti, gönguferðir, bjórleikur, ólumpíuleikar, flöskuleikur, vinaleikur, ratleikur, happadrætti og félagsnúmeraútdráttur. Það var eitt nýtt sem við reyndum í þessari ferð og tókst það alveg glimrandi vel.Við vorum með sameiginlegt kaffihlaðborð, það lögðu allir til eitthvert góðgæti á kaffiborðið og úr var glæsilegt kaffihlaðborð, allir sælir, saddir og glaðir.
Næsta ferð okkar er 17.-19 ágúst þá förum við í Brautartungu Lundaríkjadal og er það Kjötsúpu og furðufataferðin okkar. Eru furðufötin ekki að verða klár?
Eins og kemur fram á heimasíðu félagsins og fésbókinni, þá þarf að fara að panta á Árshátíð / 35 ára Afmælið / Lokaferð sem verður í Íþróttahúsinu Garðinum laugardaginn 15 september. Félagar eru beðnir að skrá sig hjá formanni í síma 896-5057 eða husbill@husbill.is og leggja inn á reikning félagsins í Banka 0552-26-6812 kt: 681290-1099 fyrir 1. september n.k.
Miðinn kostar 8.500 kr. á mann. Gestir eru velkomnir.
Í Brautatungu verðum við með posa og þar verður hægt að kaupa miða í afmælið.
Stjórn félagsins vill að það komi fram að félagið greiðir hvern miða niður um 6.000 kr. Eins og félagið hefur gert við margar aðrar ferðir sumarsins. Þetta verður flott skemmtun með góðum mat, flottum skemmtiatriðum og hljómsveitin Upplyfting spilar fyrir dansi. Stöndum nú saman og fjölmennum á þessa stóru og flottu skemmtun sem er í tilefni 35 ára afmæli okkar góða félags. Við verðum með posa í Brautartungu. Eftir ferðina verður áfram hægt að skrá sig hjá formanni í síma 896-5057 eða á husbill@husbill.is og að leggja inn á reikning félagsins sem er banki 0552-26-6812 kt. 681290-1099. það þarf að vera búin að panta og greiða fyrir 1. september. Koma svo félagar stöndum við nú saman og fjölmennum í 35 ára afmælið.
Eins og áður hefur komið fram er Árshátíð, 35 ára Afmæli og Lokaferð í Garðinum helgina14.-16. september.
Á föstudeginum verðum við út á Garðskaga og færum okkur svo að Íþróttahúsinu þar sem hátíðin fer fram. Dagskrá hátíðarinnar verður sett á heimasíðuna og fésbókarhópinn okkar þegar hún verður tilbúin.
Jón húsvörður biður okkur að fara ekki með húsbílana okkar að íþróttahúsinu í Garðinum fyrr en eftir hádegi á laugardeginum 15. september. Við virðum þessa bón Jóns húsvarðar.
Nýir félagar:
Nr. 71, Stefán Páll Einarsson og Birna Gunnlaugsdóttir, 601 Akureyri.
Nr. 160, Guðjón V. Reynisson og Hjördís Harðardóttir, 112 Reykjavík.
Við bjóðum nýja félaga velkomna í okkar góða félag.
Fyrir hönd Stjórn og nefnda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður