Kjötsúpu og Furðufataferð. Brautartungu 17.–19. ágúst 2018.

 


Verð fyrir félagsmann 3.000 kr.
Verð fyrir gesti 4.000 kr.

Dagskrá.

Föstudagur 17. ágúst:

 Hattadagur!

Kl: 21.00.

Hittumst upp í húsi, söngbókin tekin fram og eru félagar hvattir til að koma  með hljóðfærin sín. Höfum það bara gaman saman.

 Laugardagur 18. ágúst.

 Kl: 11.00. 

Létt ganga með Hafdísi Brands.

 Kl: 12.00.

Kjötsúpa í boði félagsins, allir koma með disk/skál og skeið.

 Kl: 13.00.

Markaður,   

Seldir verða miðar á Árshátíð – 35 ára afmæli og Lokaferð, miðinn kostar 8.500 kr. pr. mann              

Bingóspjöld seld, 600 kr. spjaldið. Engin posi bara peningar. Flottir vinningar eins og alltaf.

Við hvetjum félaga að koma með hannyrðir sínar á meðan markaður stendur yfir.

 Kl: 15.00. 

Bingó. 

 Kl: 21.00.

Hittumst upp í húsi.  

Dregið úr félagsnúmerum kl: 21.30 og ef viðkomandi er ekki inni í húsi er dregið aftur.   (staðgengill ekki tekinn gildur).

 Kl: 22.00.    

Furðufataball þar sem hljómsveitinn ”Traustir vinir” spila til kl 01.00 eftir miðnætti.           Verðlaun veitt fyrir frumlegustu múnderinguna.

 

Sunnudagur 19. ágúst.

Kl:10.30 Hjálpumst við að ganga frá húsinu.

 

Takk fyrir helgina og góða ferð heim og góða heimkomu.

 

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *