Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð 2018

Íþróttahúsinu Garðinum 14.–16. sept. 2018.

Dagskrá.

Föstudagur 14. september:

 

Hattadagur!

Á föstudeginum verðum við út á Garðskagavita, 500 kr. pr. mann sólahringurinn.                 Rafmagn 1.000 kr pr. sólahringurinn.

Skemmtinefndin gengur á milli bíla og selur happadrættismiða, á 250 kr. miðinn. Alls verða dregnir út 20 vinningar, hver öðrum flottari.

Á föstudagskvöld verða barmmerki og aðgöngumiðar afhentir hjá Sibbu í Dalakofanum nr.7, þar verða líka Erla og Jónatan nr.111, til aðstoðar.

Á Laugardag frá kl: 13.00 í Dalakofanum nr 7, þar til allir eru komnir með sinn miða og barmmerki.

 

Laugardagur 15. september.

 

Eftir hádegið færum við okkur yfir að íþróttahúsinu í Garðinum. Hér kostar rafmagnið líka 1.000 kr. sólahringurinn. Skemmtinefndin heldur áfram að selja happadrættismiða. Og afhending á barmmerkjum og aðgöngumiðum heldur áfram.

 

Kl: 19.00.

Opnar húsið með fordrykk. Allir fá afhentar gjafir við innganfinn.

 

Kl: 20.00.

Formaður félagsins Anna Pálína Magnúsdóttir nr. 82 flytur stutta afmælisræðu.

 

Kl: 20.15

Hefst borðhald.

Veislu og skemmtannastjóri er Ingvar Jónsson .

Friðrik Ómar og Regína Ósk skemmta okkur með söng.

Dregið verður í happadrættinu og aðgöngumiðunum. Svakalega flottir vinningar.

 

Kl: 23.00. 

Það er hljómsveitin ”Upplyfting” sem skemmtir okkur og  sér um að við dönsum af okkur skóna þar til kl: 02.00 um nóttina

Nú verður tekið á því er það ekki félagar 

 

Fyrir hönd stjórn og nefnda.

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *