Fréttabréf September og aðalfundarboð 2018

Ágætu félagar.

Komið þið öll sæl og blessuð.

Þetta er síðasta fréttabréfið sem ég skrifa til ykkar kæru félagar, þar sem ég læt af formennsku í okkar góða félagi á aðalfundinum13. okt. n.k.

Nú er komið að lokum sumarsins hjá okkur, aðeins eru eftir rúmir þrír mánuðir af árinu 2018. Já hvert ár líður hratt, alltaf komin jól áður en maður veit af, þetta helgast af því að það er gaman að lifa og margt að gerast hjá okkur. Ferðir sumarsins hafa verið ágætlega vel sóttar af félögum okkar.

Árshátíð/35 ára afmæli/Lokaferð.

Að þessu sinni var slegið saman árshátíð /35 ár afmæli og lokaferð, sem var haldin í íþróttahúsinu Garðinum, sem tókst alveg glimrandi vel og mættu þar 193 félagar sem skemmtu sér vel. Þar með lauk góðu ferðasumri og vona ég að sem flestir séu sáttir með sumarið og eigi bara góðar minningar um félagana og ferðirnar.

Aðalfundur.

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 13. október n.k. kl: 14.00 á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi. Boðið verður upp á kaffi og gott meðlæti að fundi loknum.

Með fréttabréfi þessu fylgir fundarboð aðalfundarins.

Það verður breyting stjórn félagsins, þar sem formaðurinn Anna Pálína Magnúsdóttir nr. 82 gefur ekki kost á sér áfram, hún er búin að vera formaður í fjögur ár.

Það verður breyting á ferðanefndinni okkar þar sem Ingibjörg Jónatansdóttir nr. 799 gefur ekki kost á sér áfram. Við þökkum Ingu kærlega fyrir skemmtilega samveru og gott starf í ferðanefndinni. Ásgerður Ásta Magnúsdóttir nr. 501 gefur kost á sér til næstu tveggja ára.  Hér vantar okkur einn félaga í ferðanefnd.

Það verður breyting á skemmtinefndinni, Hafdís Brandsdóttir nr. 394 og hjónin Ágústa Överby og Árni Björnsson nr. 318 gefa ekki kost á sér áfram. Við þökkum þeim kærlega fyrir skemmtilega samveru og gott starf í skemmtinefndinni. Anna M. Hálfdánardóttir nr. 165 og Herdís Halldórsdóttir nr. 312 gefa kost á sér til tveggja ára.

Netstjórinn Guðmundur Helgi Guðmundsson nr. 131, gefur kost á sér áfram. 

 Endurskoðendurnir gefa allir kost á sér áfram í eitt ár.  Þetta er skemmtilegt og gott félag, félagið er bara við sjálf, skemmtilegt fólk sem er hér og verum minnug þess að ekkert gerist af sjálfu sér. Það þarf alltaf að vera til staðar fólk sem vill gefa kost á sér í stjórn og nefndarstörf. Þetta er mjög skemmtileg og gefandi vinna, þó hún geti verið krefjandi stundum sem hún sannarlega er. Og verum þakklát þeim félögum sem leggja mikla vinnu á sig til að allt gangi vel fyrir sig og hlutirnir gangi upp.

Nýir félagar:

Nr. 98 Jón Guðmundsson og Áslaug Garðarsdóttir, 220 Hafnarfjörður.

Nr.370, Helgi Gíslason og Þuríður E. Kolbeins, 200 Kópavogur.

Við bjóðum nýja félaga velkomna í okkar góða félag.

 

Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum.

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.

 

Fundarboð – Aðalfundur.

 

Aðalfundur Félags húsbílaeigenda fyrir árið 2018 verður haldin á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi, laugardaginn 13. október kl: 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, kaffiveitingar að fundi loknum. Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna.

 

Eftirtaldir félagar gefa kost á sér í formann, stjórn og nefndir.

Í formann félagsins gefur kost á sér til tveggj ára, Elín Íris Jónsdóttir nr. 233.

Í stjórn gefa kost á sér til tveggja ára, Sigurbjörg Einarsdóttir nr.7 og hjónin Inga Dóra Þorsteinsdóttir og Guðmundur Helgi Guðjónsson nr. 131.

 Sigríður Steinólfsdóttir nr. 170 og hjónin Erla Vigdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson nr. 111, eiga eftir eitt ár í stjórn.

Í ferðanefnd gefur kost á sér til tveggja ára, Ásgerður Ásta Magnúsdóttir nr. 501 Hér vantar okkur einn félaga í ferðanefnd. Ásgeir M. Hjálmarsson nr. 712 og Árni Óskarsson nr. 65, eiga eftir eitt ár í ferðanefnd.

Í skemmtinefnd gefa kost á sér til tveggja ára Anna Margrét Hálfdánardóttir nr.165 og Herdís Halldórsdóttir nr. 312.  Hjónin Danfríður E. Þorsteinsdóttir og Kristbjörn Svansson nr. 270 eiga  eftir eitt ár í skemmtinefnd.

Netstjórinn Guðmundur Helgi Guðmundsson nr. 131, gefur kost á sér áfram til starfa fyrir okkar góða félag. Skoðunarmenn reikninga, Erla Skarphéðinsdóttir nr.568, Guðbjörg Bjarnadóttir nr. 75 og Björn Þorbjörnsson nr.10, gefa öll kost á sér í eitt ár.

 

Dagskrá aðalfundar.

 

  1. Formaður setur fundinn og gerir tillögu um fundarstjóra.
  2. Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og kynnir dagskrá fundarins.
  3. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins og skýrir reikninga félagsins.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
  6. Ákvöðrun félagsgjalda.
  7. Lagabreytingar.
  8. Kostning í stjórn og nefndir.
  9. Önnur mál.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *