Aðalfundur 2018

Aðalfundur Húsbílafélagsins  haldinn á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi laugardaginn 13.okt.2018 kl. 14.00

Formaður setti fundinn og gerði tillögu um fundarstjóra

Elínbjörg Bára Magnúsdóttir  var beðin um að vera fundarstjóri og gerði hún tillögu um fundarritara Ingu Dóru Þorsteinsdóttur 

Formaður flutti skýrslu stjórnar

Gjaldkeri  Sigurbjörg Einarsdóttir  lagði fram  ársreikninga  og voru þeir samþykktir.

Stjórnin lagði til að hafa sama árgjald 2019 og  síðustu ár en það er 7000 kr. Var það samþykkt.

Engar lagabreytingar lágu frammi .

Guðmundur Helgi Guðjónsson varaformaður las bréf frá Elínu Fanndal en hún gaf kost á sér í formannskjör en gat ekki verið viðstödd aðalfund. 

Kosið var í stjórn og nefndir:

Elín Fanndal var í kjöri til formanns næstu 2 árin og var hún var samþykkt með lófataki .

Stjórn : Guðmundur Helgi Guðjónsson  Inga Dóra Þorsteinsdóttir  og Sigurbjörg Einarsdóttir gáfu kost á sér í stjórn til tveggja ára og voru þau samþykkt . Fyrir í stjórn eru Sigríður Steinólfsdóttir og hjónin Erla Vígdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson.

Ferðanefnd : Ingibjörg Jónatansdóttir gekk úr nefnd  í hennar stað kom Elín Bjarnadóttir

Skemmtinefnd : Úr nefnd  Ágústa Överby , Árni Björnsson og Hafdís Brands.  Í þeirra stað komu Anna Hálfdánardóttir og Herdís Halldórsdóttir

Sigurbjörg Einarsdóttir og Inga Dóra Þorsteinsdóttir  færðu blóm og fána þeim sem fóru úr nefndum.

Guðmundur Helgi Guðjónsson bað fundarmenn að láta vita ef þau vissu um fyrirtæki sem vildu auglýsa í félagatalinu til að létta stjórn vinnuna við að afla auglýsinga .

Guðmundur þakkaði Önnu Pálínu  vel unnin störf og bað fundarmenn að rísa úr sætum og klappa fyrir fráfarandi formanni .

Valur eiginmaður Önnu Pálínu fékk gjöf frá skemmtinefnd þar sem þau þökkuðu Vali fyrir alla aðstoð .

Í lokin flutti fráfarandi formaður ávarp og þakkaði samstarfsfólki sínu þau 4 ár sem hún starfaði sem formaður.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Félagið bauð fundarmönnum upp á kaffi ,kleinur og brauðtertur að fundar lokum.

Myndir hér

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *