Jóla og nýárskveðjur

Kæru félagar nær og fjær.

Stjórn félags húsbílaeigenda sendir ykkur öllum hugheilar jóla og nýárskveðjur. Við þökkum innilega fyrir árið sem er að líða og okkur hlakkar til komandi ferðasumars, vonandi með ykkur sem flestum í útilegum félagsins.

Starfsemin blómstrar nú sem fyrr og það er fyrst og fremst að þakka ötulu starfi nefnda og svo ykkur kæru félagar sem hafið ferðast með okkur. Vonandi takið þið frá tíma næsta sumar fyrir skemmtilega ferðir með okkur.

 

Meðfylgjandi mynd sýnir formleg formannskipti um miðjan október er Elín Fanndal núverandi formaður tók við lyklum og gögnum frá Önnu Pálu fráfarandi formanni.

 

Með ósk um farsælt komandi ferðaár

fyrir hönd stjórnar

Elín Fanndal formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *