Mýrdalsjökull minnir á sig – Skrifað: 03:30

Búið er að loka fyrir umferð frá Hvolsvelli og að Skógum. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, segir að um 20 bæir undir Eyjafjöllunum næst Eyjafjallajöklinum sjálfum hafi verið rýmdir vegna gosóróa. Fólki hafi verið gefnar leiðbeiningar um hvert skyldi halda eða í næstu fjöldhjálparstöð líkt og þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi. Óróinn nú sé undir toppgíg Eyjafjallajökuls. Almannavarnir eiga eftir að meta hvort farið verði í rýmingu á stærra svæði.Virknin mælist suðvestan við toppgíginn og ef gos komi þar flæði vatn til suðurs.  Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar. Rauði krossinn, björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið virkjaðir.
Heimild: RÚV

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *