Með sól í hjarta.

Góðan og blessaðan góðviðris daginn kæru félagar Nú líður að því að Blái naglinn komi heim og fái yfirhalningu fyrir sumarið. Mikið verður gaman að bretta upp ermar og byrja, það er sannarlega einn af vorboðunum að fá húsbílinn heim á hlaðið. Finnst ykkur það ekki?

Ég vil svo líka þakka Ágústu og Árna á 318 kærlega fyrir að finna upp á því að hittast í keilu yfir vetrartímabilið, frábært framtak og ég hlakka til að hitta félagana þar þann 16 mars. Það er ómetanlegt að hafa jákvætt fólk með drifkraft í félaginu okkar og við erum sannarlega rík af þannig félögum og það er það sem gerir félagið okkar svona öflugt.
Og smá af stjórnar vinnu, það er verið að leggja lokahönd á félagatalið okkar og lítur það bara ljómandi vel út allt saman. Allt í orden þar og okkur hlakkar til að afhenda það formlega á ferðafundinum.

Smá hugleiðing til umhugsunar í lokin: Ef þú finnur ekki sólskin, vertu þá sólskin er tilvitnun sem segir svo mikið að mínu mati, gerum ævinlega það besta úr hlutunum og allt verður bjartara. Stjórn og nefndir senda sólskinið til ykkar kæru félagar.

Kveðja Elín Fanndal

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *