Árshátíð að Laugalandi í Holtum þann 21. september

Góðan dag kæru félagar og vinir.
Stjórnin hélt fund um daginn og þar var eftirfarandi ákveðið.

Þeir sem ætla að mæta í lokaferð og á árshátíð verða að vera búin að leggja inn á reikning félagsins í síðasta lagi viku fyrir hátíðina sem verður haldið að Laugalandi í Holtum þann 21. september nsk.

Verðið er í algjöru lágmarki eða aðeins kr. 9000. miðinn.
Ath. að félagið okkar mun greiða niður að lágmarki kr. 4000 á hvern miða.

Innifalið í þessu gjaldi er tjaldstæði án rafmagns, félagsheimilið alla helgina, fordrykkur, glæsilegur 3 rétta hátíðarmatseðill, atriði skemmtinefndar og einnig mætir hin landskunna söngkona Bryndís Ásmundsdóttir með Tina Turner sýninguna sína. Bryndís er þekkt fyrir að trylla lýðinn með þessu magnaða atriði sínu. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leiðir okkur svo áfram í hörku fjöri fram á nótt.

Elín og Daði á 233 munu stýra veislunni og syngja einhver lög líka.

Við vonum að þið fjölmennið þessa helgi kæru félagar og við ljúkum þarna frábæru sumri með grand og elegans árshátíð.

Allir félagar hjartanlega velkomnir og það má sannarlega taka með sér gesti. Gestir borga kr. 2000 aukalega.

Ps. Reikningsupplýsingar eru á husbil.is

Fyrir hönd stjórnar og nefnda.
Elín Fanndal

 Dagskrá Lokaferðar

Föstudagur er HATTADAGUR.

Gaman væri ef hattar væru nú í skrautlegri kantinum svona af því að þetta er lokaferðin okkar.

Skemmtinefnd mætir í anddyri húss kl. 20:00. og selur happdrættismiða til kl. 21:00.

Ath það er posi á staðnum og miðinn kostar aðeins kr. 250.

Kl. 21:00. hittumst við og höfum með okkur söngbókina góðu og syngjum saman. Félagar eru hvattir til að koma með hljóðfæri sín með sér og spila undir fjöldasöng.

Þá verður lesin upp hugleiðing ferðafélaga sem barst fyrir nokkru og það verður ykkar að finna útúr því hver hann/hún er.

Svo verður spiluð tónlist og við hitum aðeins upp fyrir laugardagskvöldið.

 Laugardagur.

Eftir hádegi gengur skemmtinefnd á milli bíla og selur happdrættismiða. Veglegir vinningar sem eru yfir 20. talsins. Miðinn kr. 250. eins og áður sagði og posi á staðnum.

Frá kl. 17:00 geta félagar valið sér borð fyrir kvöldið. Gaman væri ef þið skreyttuð borðin ykkar með einhverjum hætti. Takið með ykkur vínglös og drykkjarföng, vatnsglös eru á staðnum.

 Húsið opnar kl. 19:00. með fordrykk, Sandara freyðivín sem félagi okkar hún Guðbjörg Bjarnadóttir flytur inn og þríréttað borðhald hefst svo kl. 19:30.

Veislustjórar verða Elín og Daði á 233.

Dagskrá skemmtinefndar.

Dregið í félagsnúmera happdrættinu og happdrættinu.

Afhending Geddu verðlauna.

Leynigestur.

Bryndís Ásmundsdóttir söngkona mætir með Tina Turner atriðið sitt.

 Eftir skemmtidagskrá leikur Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar fyrir dansi fram á nótt.

 Sunnudagur.

Vonumst til að sjá sem flesta við að stóla upp og ganga frá í salnum kl. 12:00.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest,

Fyrir hönd stjórnar og nefnda.

Elín Fanndal

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *