Fréttir

Kæru félagar,
Eins og ykkur eflaust hefur grunað þá neyðumst við til að aflýsa ferðafundi þetta vorið.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fellur bæði ferða og framhalds aðalfundur niður þann 18. apríl nsk.
Við munum upplýsa um ferðirnar rafrænt þann dag.

Stjórn hefur ákveðið að framhalds aðalfundur verði á undan aðalfundi í haust.
Eina mál á dagskrá hans verður endurtekin kosning þeirra sem ekki var rétt staðið að síðast og þá til eins árs.
Einungis formsatriði þar sem við viljum halda í heiðri lögum félagsins og sýna öllum þá virðingu sem þau eiga skilið.
Dagsetning þessa funda auglýst síðar.

Varðandi félagatalið okkar þá verður því komið til ykkar, stjórnin er að upphugsa með hvaða hætti það verður gert.
Það er mjög dýrt að senda öll ritin í pósti svo hugmyndin er mögulega að deila þeim á milli stjórnarliða, dreifa þeim
sem hægt er og póstsenda þau sem eftir standa.
Þið getið allavega treyst því að fá þau fyrir vorið.
Fyrir fram þakkar stjórnin fyrir skilning og þolinmæði sem þið félagar góðir verðið að sýna í aðstæðum sem engin ræður við.

Farið vel með ykkur kæru vinir.
Bestu kveðjur,
fyrir hönd stjórnar.
Elín Fanndal.
Formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *