Frá formanni.

Kæru félagar.

Það er með miklum trega sem ég tilkynni að stjórn og nefndir félags húsbílaeigenda neyðast til að aflýsa ferðum félagsins í sumar, allavega fram að stóru ferð.

Ástæðan ætti að vera öllum kunn en félagið getur einfaldlega ekki haldið úti skipulögðum ferðum sínum á meðan núverandi reglur gilda á tjaldstæðum.

Stjórnar og nefndarfólk munu funda og ákveða framhaldið þegar nær dregur stóru ferð og meta stöðuna þá. 

Þetta eru sannarlega fordæmalausir tímar og það eina sem við getum gert er að halda í vonina og einblína á ljósið við enda gangana.

Að sjálfsögðu er öllum frjálst að ferðast á eigin vegum en næstu þremur skipulögðum ferðum á vegum félagsins er því miður aflýst. 

En góðir félagar við skulum eingöngu líta á þessa stöðu sem hlé á starfsemi félagsins.

Ég hef verið í sambandi við nefndir á fjarfundum það er fullur hugur í þeim að hefja störf aftur um leið og grænt ljós verður gefið af þríeykinu okkar góða.

Við ætlum okkur að halda í bjartsýni og von um betri tíð okkur til handa. 

Ég óska ykkur öllum velfarnaðar á ferðum ykkar í sumar og í öllum bænum passið upp á ykkur. 

Bestu kveðjur.

Elín Fanndal.

Formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *