Frá formanni

Kæru félagar.
Það er með mikilli ánægju sem ég tilkynni að ferðirnar í Þórisstaði þann 12. til 14. júní og Borg í Grímsnesi þann 26. til 28.júní, eru komnar aftur í ferðaáætlun hjá Félagi húsbílaeigenda.
Stjórn vil þó árétta að 4. metra reglan á milli bíla sé virt og að fólk passi upp á sjálft sig þegar kemur að 2. metra reglunni á milli manna. Eins er þetta að sjálfsögðu með fyrirvara um að staðan verði óbreytt hjá sóttvarnar eftirliti.

Þetta eru hefðbundnar útilegur án dagskrár en ferðanefnd mun sjá til þess að félagið fái frátekin pláss.
Ég vona að þið fjölmennið kæru félagar, það er orðið of langt síðan síðast hjá mörgum þó einhverjir hafi hist og haft gaman saman.
Svo er virkilega ánægjulegt að tilkynna líka að nýir félagar raðast inn þessa dagana og mikið væri gaman að sjá líka sem flest ný andlit í þessum fyrstu útilegum okkar. Verið hjartanlega velkomin. Við munum taka vel á móti ykkur öllum.

Kær kveðja,
Elín Fanndal.
Formaður.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *