Þórisstaðir

Þórisstaðir 12-14 júní 2020.

Þetta var fyrsta skipulagða ferðin á vegum Félags húsbílaeiganda í ár. Þessi ferð tókst mjög vel og mættu 56 bílar þessa helgi. Það var rigning á föstudag og flestir héldu til í sínum bílum eða flökkuðu á milli bíla.

Það var mikil gleði hjá félögum að hittast eftir langt frí og skemmtu sér allir vel.

Gott veður var á laugardeginum. Við byrjuðum daginn á göngu um svæðið með Hafdísi Brands  394. Eftir hádegi sá skemmtinefndin um Bingó fyrir börnin og um miðjan dag var Pálínuboð  með þvílíkum kræsingum eins og húsbílafólki er einum lagið.

Um kvöldið sá skemmtinefndin um að leika við börnin.  Eftir vel heppnaða ferð fóru félagar að tínast heim um hádegi á sunnudag.

Takk fyrir góða ferð félagar. Myndir eru á Facebook og hér á heimasíðu félagsins.

Helgi 131

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *