Tilkynning frá ferðanefnd.

Komið öll blessuð og sæl. Nú er illt í efni því ég var að fá símhringingu í morgun, þess efnis að við getum ekki komið að Borg í Grímsnesi um helgina. Vegna ástands í þjóðfélaginu hefur afgreiðsla á úttekt á nýja tjaldstæðinu ekki verið lokið og því fór sem fór. Guðmundi þótti þetta afar leitt, en við vorum heldur ekki þau einu sem hann varð að vísa frá. Við tökum þessu að sjálfsögðu og reynum að útbúa aðra ferð þó þetta sé með ansi stuttum fyrirvara. Hugmynd er að fara að Selfossi í staðinn og dvelja þar yfir helgina. Gjald er 2200 fyrir tvo yfir sólarhringinn og frí fjórða nóttin. Fyrir einn í bíl er 1250 kr. Okkur er boðið að fá aðstöðu inni í húsi ef við óskum eftir að syngja saman eða annað. Að öðru leiti er fólki frjálst að fara hvert sem það vill.. Þetta er bara svona og við því er lítið hægt að gera.

 Ferðanefnd.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *