Stóra ferð

Góða og blessaðan daginn.

Hér koma nokkur praktísk atriði varðandi Stóru ferðina okkar. Fyrst er nú t.d.gott að vita nákvæmlega hvert skal haldið.

Ég mun formlega setja ferðina að kvöldi laugardags 11. júlí á tjaldstæðinu á Akranesi þar kostar nóttin kr. 1000. á mann, hver borgar fyrir sig. Við gistum þar í tvær nætur.

Þaðan ökum við að Varmalandi þar sem útilegukortið gildir, það spáir fínasta þurrviðri þar í millitíðinni svo við treystum á að það verði í góðu lagi, það hefur verið blautt. Við gistum þar í tvær nætur.

Frá Varmalandi ökum við í Húsafell, þar kostar nóttin kr. 2200. fyrir tvo í bíl og kr. 1250. fyrir einn. Þriðja nóttin verður með 50% afslætti! Við gistum þar í þrjár nætur.

Frá Húsafelli brunum við að Brún í Bæjarsveit, öll orðin verulega spennt fyrir lokahófinu. Þar bíður okkar pakkfull helgi af allskonar afþreyingu, markaðstemningu, (öllum frjálst að koma með eitthvað á markaðinn) veislumat, alsherjar skemmtun og tjútti. Félagið greiðir fyrir tjaldstæðið þar og niðurgreiðir ykkar kostnað líka.

Að venju býður flottta skemmtinefndin okkar upp á fjölbreytta dagskrá út ferðina, t.d glæsilegt bingó, veglegt happadrætti, vinaleikur og línudans.

Veitingastaðurinn Galító á Akranesi mun sjá okkur fyrir hlaðborði í lokahófinu með lambi og grís ásamt gómsætri súkkulaði köku á eftir. Hlómsveitin Festival mun spila af sinni alkunnu snilld fyrir dansi.

Þið hafið með ykkur góða skapið, betri fötin og borðaskreytingar, þegar þið takið frá borð fyrir lokahófið þá leggið þið allan ykkar borðbúnað á það og skreytið svo að vild. Verum öll samtaka í að setja þetta kvöld í hátíðarbúning, það er svo skemmtilegt.

Ég minni á okkar sívinsæla vinaleik sem gildir út ferðina og hefst strax eftir setningu og lýkur á föstudeginum viku síðar, sem sagt sjö gjafir.. Nú er lag að byrja strax að undirbúa hann og ég minni á að það þarf alls ekki að kosta mikið að vera með, oftast eru lang skemmtilegustu vinagjafirnar þær sem eru undirbúnar og gerðar dálítið persónulegar. Fyrir þau sem ekki vita þá hafa krakkar sem eru með í ferðinni verið mjög viljug að hlaupa með pakkana á milli bíla. Fólk hefur verið að kauka að þeim einhverju smáræði í staðinn við mikin fögnuð hlaupagikkana.

Öll dagskrá skemmtinefndar og nákvæmt ferðaplan ferðanefndar ásamt upplýsingum um áhugaverða staði á svæðinu mun verða afhent í byrjun ferðar.

Við hvetjum alla til að vera búin að gera upp ferðina viku fyrirfram því það auðveldar allt svo ótrúlega mikið fyrir okkur sem stöndum að þessu.

Svo vinsamlegast allir að greiða viku fyrir ferð í síðasta lagi!

Heildar kostnaður félaga er einungis kr. 6500.

Fyrir börn 11. til 16. ára kr. 2000.

Frítt fyrir 10 ára og yngri.

Gestir borga kr. 7500.

Þið finnið allar reiknings upplýsingar á husbill.is

Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem stóðu að því að gera þessa ferð svo glæsilega úr garði og okkur Daða og Önnulísu hlakkar ómælt til að ferðast með ykkur þessa daga.

Bestu kveðjur og húrra fyrir ykkur.

Elín Fanndal,

formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *