Allir þeir sem verða með í Stóru ferð fá afhentan poka með ýmsum upplýsingum. Við vonumst til að þið LESIÐ svo ferðin skili ykkur einhverjum fróðleik um Borgarfjörðinn. Það eru margir fallegir staðir sem vert er gefa gaum. Við höfum heyrt af því að einhverjir hafi bara farið hefðbundnar leiðir eins og Reykholt – Húsafell Í pokanum er nýtt mjög greinagott kort af Borgarfirðinum upp til dala. Þar sést m.a. hvar er malbikað eða malarvegir. Við mælum með að bregða aðeins út af malbikinu og líta á fallega sveit. Vegirnir eru ekki svo slæmir og svo liggur ekkert á. Notið kortið sem leiðsögn einnig er hægt að fletta upp í bæklingnum Á ferð um Ísland á bls.50-51 Við í ferðanefnd vonumst til að eiga góða og skemmtilega samveru með ykkur kæru félagar.