Frá formanni

Kæru félagar og vinir.

Því miður neyðumst við til að fella niður ferðina í Fólkvang. 
Við sjáum svo hvað setur varðandi lokaferð og árshátíð. Endilega takið þá helgi frá áfram og við kynnum tímalega hvað verður ákveðið þegar nær dregur.
Að sjálfsögðu fer Félag húsbílaeigenda eftir því sem yfirvöld leggja til og nú er farið þess á leit að öllum viðburðum þar sem áfengi er haft um hönd verði frestað. Það eru allir uggandi yfir þessum niðurskotum veirunnar vítt og breytt um þjóðfélagið og á meðan ekki næst stjórn á því þarf að fara eftir tilmælum.
Ég vona að þið öll hafið notið sumarsins við góða heilsu. Farið áfram vel með ykkur og megi þessu ófremdarástandi ljúka sem fyrst.

Fyrir hönd stjórnar og nefnda,
Elín Fanndal,
formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *