Frá formanni

Komið þið sæl kæru félagar.

Stjórnin hefur fundað og ákveðið að skipa starfsstjórn og nefndir fram að næsta aðalfundi þegar að af honum getur orðið. Við þurfum að undirbúa okkur undir það að það gæti jafnvel ekki orðið fyrr en í vor, samhliða ferðafundi.

Þetta er gert til að gera félaginu kleift að starfa áfram fram að aðalfundi.

Þau sem ljúka sínu tímabili í stjórn og nefndum eru þessi, Inga Dóra Þorsteinsdóttir og Guðmundur Helgi Guðmundsson nr. 131.

Ferðanefnd.

Ásgerður Ásta Magnúsdóttir nr. 501.

Skemmti nefnd.

Herdís Halldórsdóttir nr. 312.

Anna Margrét Hálfdánardóttir nr. 165.

Halldóra Gunnarsdóttir nr. 221. þurfti að hætta í skemmtinefnd sökum óviðráðanlegra orsaka.

Endurskoðun reikninga félagsins.

Björn Þorbjörnsson nr. 10.

Við þökkum þessu fólki af heilum hug fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Starfsstjórn og nefndir Félags húsbílaeigenda líta þá svona út með nýjum framboðum.

Stjórn.

Elín Íris Fanndal nr. 233. formaður

Jónatan Ingimarsson nr. 111. varaformaður

Sigurbjörg Einarsdóttir nr. 7. gjaldkeri.

Sigríður Steinólfsdóttir nr. 170. ritari.

Erla Vigdís Óskarsdóttir nr. 111. vararitari.

Kristbjörn Svansson nr. 270. og Guðný Elín Geirsdóttir nr. 22. gefa kost á sér sem varastjórnendur.

Skemmtinefnd.

Einar Vídalín Guðnason nr. 221.

Daði Þór Einarsson nr. 233. og Garðar Geir Sigurgeirsson nr. 22. gefa kost á sér.

Ferðanefnd.

Hafdís Brandsdóttir nr. 394.

Gabríel Guðmundsson nr. 410.

Elín Bjarnadóttir nr. 525.

Rafnar Birgisson nr. 36. gefur kost á sér.

Netstjóri.

Daði Þór Einarsson nr. 233 gefur kost á sér.

Endurskoðendur.

Gísli J. Grímsson nr. 241.

Ægir Franzson nr. 170.

Framan talin eru nú skipuð í stjórn og nefndir þar til hægt verður að kjósa löglega um það. Hafið hjartans þökk öll sem eitt.

Við munum einnig birta ársreikninga á fjésbókarsíðu okkar innan tíðar, ykkur til fróðleiks. Tekið skal skýrt fram að þeir eru ekki endurskoðaðir og að sjálfsögðu ekki samþykktir fyrr en á næsta aðalfundi félagsins.

Við látum ekki deigan síga og fögnum því að hafa fengið inn ný framboð inn til starfa fyrir okkar góða félag. Það er ýmislegt í farvatninu sem verður kynnt þegar þessum ófögnuði linnir. T.d er komin upp sú hugmynd að brjóta upp veturinn og hafa góugleði á vegum félagsins, eitthvað sem hægt væri þá að láta sig hlakka til. Ég veit að margir eru orðnir spenntir að hittast aftur, borða saman, syngja og dansa.

Við sjáum svo hvað veturinn færir okkur kæru vinir. Ekki missa móðinn þó ástandið reyni á og passið í öllum bænum áfram vel upp á ykkur.

Bestu kveðjur

Elín Fanndal.

Formaður.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *