Nú líður að jólahátíð og ansi skrítnu ári loks að ljúka. Ég veit að ég tala fyrir okkur öll þegar ég segi að ég sjái ekkert sérstaklega mikið eftir því og fagni venju fremur nýju ári. Jólin eru sá tími sem við leitumst enn frekar við að gefa af okkur og gleðja aðra, sá tími sem gerir okkur þakklát og jafnvel meyr fyrir allt það góða sem við höfum notið og eigum að. Jólin eru líka erfiður tími fyrir þá sem hafa misst ástvini og vil ég senda hugheilar kveðjur sérstaklega til þeirra og annara sem á einn eða annan hátt hafa átt um sárt að binda.
En svona er lífið stundum í kross og þrátt fyrir erfitt ár er margt að þakka fyrir. Við þurfum kannski stundum að grafa djúpt en öll ættum við samt að geta fundið eitthvað sem fyllir okkur þakklæti. Það að eiga samastað, ættingja og vini er dásamlegt, þegar svo bætist við húsbíll í vetrahýði sem bíður þolinmóður eftir vorinu framundan verður tilveran enn bjartari. Bóluefni er handan við hornið og aftur von um ævintýraleg ferðalög með góðum vinum. Kæru vinir, ég mun kalla saman stjórn og nefndir um leið og leyfi fæst til þess og þá verður lagt á ráðin varðandi framhaldið. Við erum öll orðin óþreyjufull að hittast og ég vona að við náum því jafnvel með sameiginlegri Góugleði