Janúar fréttabréf.

Góðan daginn kæru félagar og vinir.

Það gleður mig að geta sagt ykkur að stjórnin hefur ákveðið formlegan fund þann 7. febrúar n.k. Þar verður farið yfir það sem framundan er hjá okkur og nefndunum. Það hefur verið tekin sú ákvörðun að einfalda skráningar í félagatalið, við sleppum fastanúmerum, bíltegundum og árgerðum. Þess vegna verður núna enn mikilvægara að þið félagar góðir límið félagsnúmer á bílana ykkar undantekningalaust, það er í lögum félagsins og eins svo hægt sé að fletta ykkur upp.
 
Allir sem eru með netfang munu fljótlega fá senda félagaskrána og biðjum við ykkur að athuga ykkar skráningu og senda athugasemdir á husbill@husbill.is ef eitthvað er ekki í lagi eða þið viljið breyta einhverju. 
 
Félagið hefur flutt bankaviðskipti frá Íslandsbanka yfir í Landsbanka. Reikningur félagsins er núna: 0143-26-200073
 
Ég er svo óskaplega glöð að geta hafist handa og finn að stjórn og nefndir eru það líka, við erum spennt að hefja störf fyrir okkar góða félag. Staðan er góð kæru vinir þrátt fyrir lágdeygð undan farna mánuði. Við fengum frábært nýtt fólk um borð í bátinn svo nú er ekkert nema betri staða framundan hjá okkur, hækkandi sól og bjartari tíð og minni hömlur. 
 
Það er svo sem ekki annað að frétta að sinni, það verður yfirgrips meira fréttabréf í febrúar. Þá læt ég ykkur t.d frétta af fundum mínum með stjórn og nefndum, svona það sem ég má segja frá.  Ég vona að þið hafið það gott og haldið áfram að passa ykkur, það er ekki til nema eitt eintak af þér og það er ómetanlegt.
 
Kær kveðja.
Elín Fanndal
Formaður.
 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *