Spurningakeppni föstudaginn 26.febrúar 2021

Skemmtinefnd efnir til spurningakeppni föstudaginn 26. febrúar heima í stofu.
Þar sem þetta hefur ekki verið gert áður og margir etv hræddir við að tengjast þessum snjalltækjum þá notið þið tækifærið, bjóðið börnum eða barnabörnum í partý, fáið þau til að tengja, gera og græja. Undirbúið ykkur tímanlega (daginn áður) til að vara undirbúin. Sækið appið strax.
 
Leiðbeiningar til að vera með í Kahoot / Pub Ques
• Eina sem þarf eru tvö raftæki, t.d. síma og tölvu.
• Spurningarnar koma á Youtube rás og því er best að vera með tölvu til að horfa á þá útsendingu.
• Linkur á youtbue ráðsina koma inn á Facebook síðu Félags húsbílaeigenda ca. klukkutíma fyrir leik
• Hægt er að taka þátt í umræðum á meðan leik stendur á youtube rásinni.
• Til að vera með þarf að ná í app í símann sem heitir Kahoot eða fara inn á Kahoot.it og skrá sig þar.
• Pin númer fyrir okkar leik kemur í youtube útsendingunni u.þ.b. hálftíma áður en leikar hefjast.
• Þegar búið er að ná í appið í símann ætti þessi mynd að koma upp (sjá mynd) og til að vera með er smellt á Enter pin takkann (munið, númer fyrir leikinn kemur á youtube skömmu áður en við hefjum leik).
• Nafnið á liðunum er félagsnúmerið, þá er auðvelt að skilja hver er á bak við liði.
•Hér má sjá hvernig spurningar munu birtast á skjánum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *