Mars fréttabréf

Gott og blessað sé kvöldið 
Jæææja eru ekki allir búnir að jafna sig á síðustu Covid tíðindum?
Þetta var vissulega áfall ég dreg ekkert úr því, en ég þurfti alla vega ekki að afpanta eitt né neitt og lífið heldur áfram sinn vanagang hjá okkur. Við ætluðum reyndar að bjóða samstarfs fólki mínu og mökum þeirra heim á laugardagskvöldið en það bíður betri tíma. Vona að að þetta komi ekki alvarlega við ykkur kæru félagar og vinir. Ég þakka mikil ósköp fyrir að hafa hesta á húsi sem þurfa daglega umhirðu og hreyfingu því það dreifir huganum.
En aðeins að félaginu okkar.
Stjórnin fundaði í síðustu viku og fór yfir stöðuna. Auglýsingasöfnun gengur ljómandi vel og félagatalið á loka metrunum áður en það fer í prentun.
Allir skuldlausir félagar fá það sent ásamt afsláttar skírteinum, hvernig sem framvindan á fundarhaldi verður.
Söngbókin er í vinnslu og það er skemmst frá því að segja að engin ákveðin tillaga kom frá ykkur að nýjum söng textum svo það þýðir ekkert að kvarta ef fólki finnst sitt lag vanta þegar þar að kemur. 
Við erum áhyggjufull yfir framhaldinu varðandi fundi en huggum okkur við það að við þessu er bara ekkert að gera.
Formaður bar undir stjórn að beðið yrði með að taka út fastanúmer, bíl og árgerð og það var samþykkt samhljóða. Við viljum ítreka að við teljum okkur í fullum rétti til að taka þessa ákvörðun en höfum ákveðið að bíða með þetta í ljósi aðstæðna.
Ég velti fyrir mér hvort við getum haldið aðalfund rafrænt, er einhver hér sem veit til þess að það hafi verið gert og þá hvernig svo löglegt sé?
Það væri gott að fá málefnalega umræðu um það frá ykkur góðir félagar.
Að lokum þá boðar skemmtinefndin til spurningakeppni annað kvöld, ef undirtektir verða góðar þá skoða þeir áframhald á þessari keppni seinna. Þannig að nú er lag að spreyta sig á skemmtilegum spurningum í sinni fjölskyldu og/eða vina kúlu öruggur heima fyrir.
Ekki spillir fyrir að hafa rautt, hvítt eða kaldan á kantinum, það ætla ég allavega að gera.
Kv.
Elín Fanndal

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *