Fréttabréf maí 2021

Kæru félagar.
Stjórnin fundaði í gegnum fjarfundabúnað í gær til að fara yfir stöðuna varðandi Hvítasunnuferð. Það er ljóst að hömlum verður ekki aflétt fyrr en 27. maí, ef grundvöllur verður fyrir því þá. Við ræddum málin fram og til baka, um hvort hægt væri að fara en aflýsa balli, yrði hægt að hafa veislukaffið á hvítasunnudag og þá með því að hleypa inn í hollum, fá fólk til að skrá sig og raða í númeruð sæti? Sleppa Eurovision kvöldinu vegna fjöldatakmarkana? Auglýsa takmarkaðan fjölda í ferðina? Niðurstaðan varð sú að þetta er ekki framkvæmanlegt. Við myndum brjóta sóttvarnar reglur með því að hafa hlaðborð, sama þó að stjórn skammtaði á hvern disk. Langflestum langar að horfa á Eurovision. Við viljum heldur ekki mismuna félögum. Við erum löghlýðið og þroskað fólk og látum ekki undan freistingunni þó vissulega finnist okkur hættan óveruleg þar sem flestir félagar eru þegar bólusettir og margir búnir að fá báðar sprauturnar.
Það verður að segjast eins og er að nefndir. stjórn og formaður eru, svo það sé nú bara sagt á hreinni íslensku: drullufúl yfir þessari stöðu!
En góðu fréttirnar eru þær að félagið okkar er vel stætt þó þessar þrengingar bitni vissulega á félögum. Því var ákveðið í gær að gera extra vel við félagsmenn í einhverri ferðinni, það verður auglýst með fyrirvara áður en af verður. Það er ánægjulegt að félagið dafni og standi vel en tilgangur þess er alls ekki að safna fjármunum og því verður þessi leið farin og eins og ég segi, auglýst með fyrirvara.
Við biðjum félaga að athuga að það er vissara að byrja að huga að miðakaupum í Herjólf ef þið ætlið í þá ferð! Það gæti annars verið uppselt ef þið eruð of sein að panta. Lang best að drífa bara í því því það verður mikil eftirspurn í bátinn á þessum tíma.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *