Borg í Grímsnesi 18. – 20. júní 2021
Föstudagur 18. júní:
Að Borg í Grímsnesi verðum við á stórri flöt saman.
Staðahaldari mun taka á móti bílum og raða niður. Það eru 70 rafmagnsstaurar á svæðinu okkar og nóg pláss (rafmagn á gamla tjaldstæðinu er af skornum skammti).
Gjaldskráin: Nóttin kostar kr 1.000 kr. pr mann og rafmagn kr 1.000 – 13 amp.
Staðahaldari sér um innheimtu fyrir gistingu og rafmang.
Útilegukortið er ekki á staðnum.
Glæsileg sundlaug er á staðnum og er almennt gjald kr 950.- en frítt fyrir eldri borgara og öryrkja.
Verslunin Borg. Vetraropnun var: Föstud. og laugard. kl. 10:00-21:00 Sunnudaga frá kl. 11:00-18:00
p.s. ekki búið að uppfæra opnunartíma fyrir sumarið.
Athugið að dagskrá fer eftir veðri og vonum við það besta.
Hattavinafélagið: Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatta þá daga að viðurlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins.
Kl. 20.00 Komum saman á góðum stað og sungið verður upp úr söngbókinni ef veður leyfir. Félagar hvattir til að taka með sér hljóðfæri.
Laugardagur 19.júní:
Kl. 11.00 Gönguferð. Safnast saman við snyrtingarnar. Göngustjóri: Danfríður Þorsteinsdóttir
Kl. 14.30 Bingó. Ath að það verða ný spjöld með svona gluggum til að loka. Svaka skemmtilegt.
Spjaldið kostar kr 500.- (Aðeins tekið við peningum).
Kl. 17.00 Tími til að hugga sig, grilla eða bara gera það sem félögum langar til.
Kl. 21.00 Dregið í félaganúmersleiknum. Höfum gaman saman.
Sunnudagur 20. júní:
Vonandi skemmtu sér allir vel.
Góða ferð heim !