Fréttabéf júlí 2021

Kæru félagar.
Mikið gladdi það mig hversu vel ferðin á Borg gekk fyrir sig.
Allir sem ég talaði við, óskaplega ánægðir og glaðir yfir að hittast og gleðjast saman. Félag húsbílaeigenda er einstakur félagskapur, við erum öll sammála um það 
Nú líður að næstu ferð og það er sjálf Stóraferðin okkar sem hefst á Hvammstanga þann 9 júlí og líkur þann 18 júlí. (Sjá nánar undir ferðaáætlun á husbill.is) Stjórn og nefndir funduðu í gær og fóru yfir stöðuna og það gleður mig að geta opinberað hér hvað hún kostar félaga og mögulega gesti þeirra. Þessi tala mun koma ykkur skemmtilega á óvart kæru vinir 
Ferðin kostar einungis kr. 5000 á félaga og innifalið í því er tjaldstæði frá fimmtudegi til sunnudags á Hrafnagili. Veislumáltíð og eftirréttur, skemmtiatriði og ball á laugardagskvöldinu.
Gestir greiða kr. 9500. Sem er í raun líka spottprís!
Hver og einn greiðir fyrir sig á tjaldstæðum fram að fimmtudegi.
Útilegukortið gildir einungis á Hvammstanga!
Vinaleikurinn góði er í fullu gildi en nú er sú breyting að hann hefst á mánudeginum og endar á föstudegi. Bjórleikur hefst á miðvikudeginum.
Á miðvikudaginn 14. júlí kl. 11.00 verður í boði skoðunarferð um Svarfaðardal fyrir þá sem vilja. Þaðan eru m.a. Kristján Eldjárn fyrrum forseti, Jóhann „risi“ Pétursson Svarfdælingur. Þar er einnig fyrsta yfirbyggða sundlaugin á Íslandi og fleira og fleira.
Leiðsögumaður verður hinn bráðskemmtilegi og þjóðþekkti fréttamaður Óskar Þór Halldórsson. 
Ferðin tekur 2.1/2 – 3 klst. Verðið er aðeins kr 1.000.- á mann.  Skráning hjá ferðanefnd í upphafi ferðar. 
Dagskráin verðu svo annars með ýmsu sniði,en hér má nefna til viðbótar: Ratleikinn – Ólimpíuleika og svo leikum við bara okkur saman.
Við hvetjum ykkur sem viljið greiða tímalega að hafa kvittun haldbæra í síma eða á pappír þegar þið mætið í ferðina. Einnig verður posi á staðnum!
Netstjóri mun henda hér inn könnun sem er ekki bindandi á nokkurn hátt, einungins ætluð til að sjá gróflega áætlaðan fjölda þar sem tilfinning okkar er sú að áhugi sé mikill fyrir ferðinni. Ég bið því fólk um að taka þátt í könnuninni.
Við fögnum áhuganum og hlakkar til að sjá sem flesta.
Mikið sem það er dásamlegt að geta ferðast saman á ný.
Sjálf kem ég inn í ferðina á mánudegi eða þriðjudegi og get varla beðið. 
Kær kveðja í bili.
Fyrir hönd stjórnar og nefnda.
Elín Fanndal.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *