Könnun varðandi árshátíð 11. september

Áríðandi skilaboð og könnun!
Komið þið sæl kæru félagar.
Stjórnin hefur fundað varðandi væntanlega árshátíð okkar þann 11. september í Versölum, Félagsheimili í Þorlákshöfn
Ákveðið var að reyna að halda henni til streitu með ákveðnum breytingum þó.
Matseðill verður einfaldaður þar sem hlaðborð er útúr myndinni. /Eigum samt eftir að kanna til hlítar við getum gert varðandi það. Tilkynnum ykkur það á morgun!
Eyþór Ingi mætir til að skemmta okkur.
Ballið verður fellt niður og “singalong” tónleikar með flottum trúbrator verða haldnir í staðinn.
Félagið býður einnig þeim félögum sem mæta upp á glæsilega stórsveitar tónleika fyrr um daginn.
Stórsveit Íslands leikur lög Oddgeirs Kristjánssonar og Sigfúss Halldórssonar, með þeim verða 3 söngavarar þau Davíð Ólafsson, Ari Jónsson og Vigga Ásgeirsdóttir.
Heildar fjöldi má ekki fara yfir 200 manns, svo við verðum að draga mörkin þar!
Ákveðið hefur verið að þau sem forpanta hér í skilaboðum gangi fyrir.
Þessi könnun verður líka birt á heimasíðu og þar er hægt að svara með tölvupósti. Endilega deilið boðskapnum!
Þess vegna er afar áríðandi að senda tölvupóst á netfangið husbill@husbill.is Tilgreina skal félagsnúmer og fjölda. (1 eða 2)
Gestir sem ekki eru félagsmenn eru því miður ekki leyfilegir í ljósi aðstæðna. Það gæti breyst ef heildar fjöldinn nær ekki 200 manns 
Þau sem ekki ætla að mæta þurfa ekki að svara.
Vonandi þurfum við ekki að vísa neinum frá en ítrekum aftur að þau sem forpanta ganga fyrir svo það verður mögulega ekki hægt að ákveða sig á síðustu stundu.
Stjórnin á eftir að ákveða verðið endanlega, tilkynnum það næstu daga, það er ljóst að því verður stillt í hóf eins og hægt er 
</p>

		
		
			</div><!-- .entry-content .clear -->
</div>

	
</article><!-- #post-## -->


	        <nav class= Leiðarkerfi færslu

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *