Aðalfundur laugardaginn 23.október 2021 (breytt 12.10.2021)

Kæru félagar, nú styttist i aðalfundinn okkar sem haldin verður laugardaginn 23. október 2021 í Fjölbrautaskólanum á Akranesi kl. 14:00
Er það einlæg von stórnar að þið fjölmennið þangað til að klára með okkur þessi síðustu tvö ótrúlegu ár.
Samkæmt eftirfarandi tillögu sem Elínbjörg Magnúsdóttir nr. 215 fékk lögfræðing til að vinna fyrir félagið verður stórn félagsins kosin öll aftur, stokkað upp sem sagt og byrjað á núlli.
Séu einhverjar athugasemdir við tillöguna frá félögum er þeim bent á að senda tölvupóst á husbill@husbill.is varðandi það.
Stjórnin hefur fyrir sitt leyti þegar samþykkt þessa tillögu.
Þau sem ganga úr stjórn núna eru:
Erla Vigdís Óskarsdóttir nr. 111. Jónatan Ingimarsson nr. 111. Sigríður Steinólfsdóttir nr. 170.
Þau sem gefa kost á sér nú þegar til nýrrar stjórnar eru:
Elín Íris Fanndal nr 233 formaður til 2 ára
Guðný Elín Geirsdóttir nr. 22 meðstjórnandi til 2 ára
Garðar Geir Sigurgeirsson nr. 22 meðstjórnandi til 1 árs
Sigríður Einarsdóttir nr. 204 meðstjórnandi til 2 ára.
Sigurbjörg Einarsdóttir nr. 7 meðstjórnandi til 1 árs
Kristbjörn Svansson nr. 270 varamaður til 1 árs
Daði Þór Einarsson nr. 233 varamaður til 2 ára
 
Netstjóri til næstu 2 ára
Daði Þór Einarsson nr. 233
 
Þau sem gefa kost á sér í ferðanefnd eru:
Elín Bjarnadóttir nr. 525.
Hafdís Brandsdóttir nr. 394.
Rafnar Birgisson nr. 36.
Þorvaldur Egilsson nr. 199. (Bætist nýr við)
 
Þau sem gefa kost á sér í skemmtinefnd eru:
Elín Þorsteinsdóttir og Sverrir Vilbergsson nr. 216.
Kristín Ingólfsdóttir nr. 250
Sólveig Dagmar Þórisdóttir nr. 237. (Þau eru öll ný)
Þá höfum við einnig liðstyrk við skemmtinefndina, þegar og ef þau mæta í ferðir í sumar, þau Rúna Ösp Unnsteinsdóttir og Einar Marteinn Bergþórsson nr. 185.
 
 
Þá höfum við einnig fengið til liðs við skemmtinefndina í einhverjum ferðum í sumar þau Rúnu Ösp Unnsteinsdóttur og Einar Martein Bergþórsson nr. 185.
Við fögnum því að fá þetta flotta par með okkur.
 
Þeir sem gefa kost á sér sem skoðunarmenn reikninga til 1 árs eru:
Gísli J. Grímsson nr. 241 Ægir Franzson nr. 170.
Úr skemmtinefnd ganga: 
Einar Vídalín nr. 221 Daði Þór Einarsson nr. 233, Garðar Geir Sigurgeirsson nr. 22
Úr ferðanefnd gengur:
Gabríel Guðmundsson nr. 410
 
Ég vil nota tækifærið hér og hvetja félaga eindregið til að skoða það að ganga í þessar nefndir, það er því miður alls ekki nýtt vandamál að það gangi illa að fá fólk til starfa og án virkra nefnda er ekki virk starfsemi yfir sumarið. Starfið er ekki flókið eins og þið hafið séð en það verður engu að síður að vera til staðar fólk sem vill sinna því.
Vil ég því góðfúslega biðja þig félagi góður að sinna kallinu núna, hafir þú nokkur tök á því.
Tillagan:
Aðalfundur samþykkir að kosningar skv. 9.gr. laga félagsins skuli fara þannig fram að miðað verði við að allir núverandi aðal- og varastjórnarmenn hafi lokið kjörtímabilum sínum á aðalfundi félagsins 2021.
Kosningu 5 manna stjórnar skuli því haga sem hér segir:
a. Formaður kjörin sérstaklega til 2 ára fyrir kjörtímabilið 2021-2023.
b. Tveir meðstjórnendur til 2 ára fyrir kjörtímabilið 2021-2023.
c. Einn varamaður til 2 ára fyrir kjörtímabilið 2021-2023.
d. Tveir meðstjórnendur til 1 árs fyrir kjörtímabilið 2021-2022.
e. Einn varamaður til 1 árs fyrir kjörtímabilið 2021-2022.
Greinargerð með tillögu:
Vegna þess fordæmalausa ástands sem skapaðist vegna Covid-19 var ómögulegt að halda aðalfund félagsins í október 2020. Við þau tímamót hefði hluti stjórnar átt að hafa lokið kjörtímabili sínu en sat áfram sem stjórn til bráðabirgða. Nú á aðalfundi félagsins í október 2021 hefur hluti stjórnar sem kjörin var 2019 til tveggja ára í reynd setið í stjórn í tvö ár. Af þessum ástæðum og í ljósi þess ómöguleika að halda aðalfund á árinu 2020 er lagt til að öll stjórn félagsins verði kjörin þannig að hluti verði kjörinn til næstu tveggja ára og hluti til eins árs. Þannig endurnýjist umboð allra og starfsemi félagsins komið í rétt horf, nú þegar horft er til bjartari tíma og aukinna ferðalaga og félagslífs.
Við erum að undirbúa fundarboð á aðalfund núna svo það fer fljótlega að detta inn.
Kær kveðja og þökk.
Fyrir hönd stjórnar,
Elín Fanndal nr 233
Formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *