Suðurlandsvegur er opinn almennri umferð en vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna öskunnar og hins að eingöngu hefur farið fram bráðabirgðaviðgerð á veginum. Ef blaut aska er á vegi getur orðið mjög hált.
Akstur á hálendisvegum
Vegna aurbleytu og hættu á utanvegaakstri hefur flestum hálendisvegum verið lokað og er allur akstur um þá er bannaður.
Heimild: mbl.is