Kæru félagar.
Í ár verður greitt í Stóru ferðina með því að leggja inn á reikning félagsins fyrir 4. júlí 2022.
Athugið að upphæðirnar eru mismunandi og fara eftir því hvort þið veljið ekki að fara í skoðunarferðirnar sem félagið er að bjóða uppá.
Þegar greitt er inn á reikning vinsamlegast setjið „Félagsnúmer“ með sem skýring.
Banki: 0143-26-200073 Kt:681290-1099 Muna eftir að skrá félagsnúmerið þegar greitt er.
Áfangastaðir eru Vatnsholt – Árnes – Hvolsvöllur.
8. – 11. júlí Vatnsholt
Tjaldstæðið er staðsett á grassvæði við Hótel Vatnsholt í Flóahreppi, um það bil 15 km austan við Selfoss. Mikilvægt er að fara inn í móttökuna, fá aðstoð með hvaða tenglar/stæði eru laus.
Framvísið félagsskírteini.
Verð: kr. 1.000.- á mann p.r. nótt og kr. 1.000.- fyrir rafmagn. Á svæðinu eru 42 rafmagnstenglar.
Móttökunefnd raðar niður í stæði eftir kl. 15.00 og þeir sem koma fyrr gætu þurft að færa bílana sína.
Föstudagur 8. júlí.
Kl. 21.00: Ef stemning er til að tralla saman þá finnum við góðan stað til að koma saman á. Endilega komið með hljóðfæri og takið þátt. Söngbókin verður til sölu kr. 2.500.-
Laugardagur 9. júlí.
Kl. 13.00: Vinaleikurinn: Þeir sem ætla vera með í vinaleiknum skrá sig hjá skemmtinefnd.
Fyrsta vinagjöf á mánudegi og sú síðasta á fimmtudegi, alls 4 gjafir.
KL 20:30:
Setning: Stóra ferðin sett og farið yfir nokkur atriði ferðarinnar. Dregið í vinaleiknum. Söngbókin tekin fram og sungin nokkur lög. Félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín og taka þátt.
Sunnudagur 10. júlí
Kl. 11.00 Gönguferð
Kl. 13.30 Ólimpíuleikar
Kl. 20.00 Bingó
11. – 13. júlí Vatnsholt – Árnes c.a. 42.5 km
Tjaldsvæðið Árnesi stendur við Kálfá nálægt mynni Þjórsárdals sem er eitt fegursta svæði landsins.
Þar er rúmgóð flöt með 60 rafmagnstenglum ásamt góðum hliðarsvæðum.
Verð: kr. 1.000.- á mann p.r. nótt og kr. 900.- fyrir rafmagn.
Móttökunefnd raðar niður í stæði og þeir sem koma fyrr gætu þurft að færa bílana sína.
Þriðjudagur 12. júlí
Kl. 11.00 Gönguferð
Kl. 13.00 Rútuferð um Þjórsárdal með leiðsögumanni.
Kl. 20.00 Flöskuleikur / kubbaspil
Miðvikudagur 13. júlí
Kl. 15.00 „Pálínuboð“ Sameiginlegt kaffihlaðborð ef veður leyfir.
14. – 17. júlí: Tjaldsvæðið Hvolsvelli (c.a.60 km)
Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar ekið er inn í Hvolsvöll við þjóðveg 1. Svæðið sem tekið var í notkun 1980 er afgirt með háum Öspum og hver flöt er afstúkuð með trjám, flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar.Fjarlægð frá þjóðvegi er 150 m. Lokahóf Stóru ferðar fer fram í Félagsheimilinu Hvoll
Verð: kr. 1.750.- p.r. bíll p.r. nótt Tilboð: 2 fyrir einn kr. 1.000.- fyrir rafmagn. Eldri borgarar kr. 1.250.-
Móttökunefnd raðar niður í stæði og þeir sem koma fyrr gætu þurft að færa bílana sína.
Fimmtudagur 14.júlí
Kl. 17.00 – 18.00 Bjórleikurinn: Þeir sem vilja vera með koma með einn bjór pr/bíl til skemmtinefndar. Númer bíls sett í pott og dregið verður á föstudagskvöldinu á tjaldstæðinu.. ATH: SKOÐA „BEST FYRIR“
Föstudagur 15. júlí:
Kl. 13.00: Skoðunarferð í forna manngerðu hellana á Ægissíðu við Hellu. Farið verður í 50 manna hópum. 1. ferð er kl. 10.40 2. ferð er kl. 12.00 3. ferð kl 13.20 4. ferð 14.45
Verð per mann er kr. 2.500.- (almennt gjald kr. 3.900.-) Rútufarið er í boði félagsins.
Listi í hverja ferð verður birtur tímanlega.
Kl. 20.00 Hvoll. Vinaleikur gerður upp – Dregið í bjórleiknum – Línudans með Ellu Bjarna
Söngbókin tekin upp og vonandi eru hljóðfæraleikarar til í smá söngsprett.
Laugardagur 16. júlí:
Kl. 11.00 Gönguferð
Kl. 13.00: Markaður. Seldir verða happdrættismiðar kr. 250 stk. /enginn posi.
Kl. 15.00: Félagsvist. Gengið verður í bíla og happdrættismiðar seldir.
Kl. 19.00: Lokahóf. Stjórnin raðar í sæti! Húsið opnar kl. 18.30 og borðhald hefst kl. 19.00
Veislumatur eldaður og framreiddur af Ástu Kristjánsdóttur og hennar fólki.
Forréttur: Súpa og gott brauð
Aðalréttur: Lambalæri, kartöflusalat, baunir, rauðkál, sulta og sósa.
Eftirréttur: Rjómapönnukaka með heitri bláberjasósu, kaffi, te og konfekt.
Að loknu borðhaldi gerum við klárt fyrir dansleik og dönsum fram á nótt.
Bandalagið með Guðbrandi Einars og Vigni sér um fjörið.
Sunnudagur 17. júlí: Hér endum við stóru ferð, vonandi allir sælir og ánægðir.
Á lokahófinu verður raðað til borðs í salinn. Félagar geta setið 6 saman til borðs. Fylla þarf út miðann sem fylgir dagskránni og skila í póstkassann föstudaginn 15. júlí sem er hjá skemmtinefnd. Miðarnir verða síðan dregnir upp af handahófi og raðað eftir þeirri röð. Hafa skal í huga að vegna þess hversu þröngt þarf að sitja þá þarf að endurraða borðum áður en hægt verður að stíga dans. Vonum að þetta fyrirkomulag gangi vel upp. Þeir sem ekki óska sérstaklega að sitja til borðs saman fá að sjálfsögðu sæti þar sem pláss er.
Sjáumst hress í næstu ferð 5. – 7. ágúst að Snorrastöðum ( súpa/ furðuföt/sveitaþema)
Vegalengd frá Reykjavík 104 Km