Upplýsingar um lokaferð og árshátíð

Góðan daginn kæru félagar.
Hér koma nokkur mikilvæg atriði varðandi lokaferð og árshátíð okkar sem haldin verður í Félagslundi 16.-18. september.
Rafmagn:
Það er ekkert rafmagn á staðnum, mögulega hægt að redda bílum sem eru í algjörum forgangi sem sagt fólk sem vegna heilsufars getur alls ekki án rafmagns verið.
Röðun bíla við félagsheimilið og afhending gagna: 
Það verður móttökunefnd á staðnum sem raðar niður bílum á tún alveg við húsið. Þau sem hugsanlega mæta á fimmtudegi eða snemma á föstudegi gætu því átt von á að þurfa að færa sig. Þegar þið svo mætið á staðinn fáið þið aðgangs armbönd og dagskrá helgarinnar hjá ferðanefnd. Þar verða einnig afhent blöð fyrir niðurröðun á borðin eins og í lokaferðinni, þeim blöðum þarf að skila til formanns í bíl nr. 233 í síðasta lagi á hádegi á laugardag.
Verð: 
Varðandi gjaldið þá greiðir hver félagi kr 8000 og þá er allt innifalið, líka ballið. Alveg sjálfsagt að bjóða með gestum ef vill og þau greiða þá kr 9.500 fyrir sama pakka.
Hinsvegar ef einhver kýs að koma á ballið eingöngu þá borgar sá kr. 3000.
Það eru ekki sendar út staðfestingar eða kvittanir fyrir greiðslu, þið getið séð í ykkar banka hvort greiðslan hafi ekki örugglega farið í gegn.
Markaður: 
Það hefur verið beðið um að hafa markað og er sjálfsagt að verða við því. Ef veður leyfir þá verður hann úti annars höldum við hann inni á laugardeginum kl 13:00! Ath að félagið verður ekki með sínar vörur.
Skreyta borðin sín:
Það væri frábært ef fólk vildi skreyta borðið sitt og tíminn til þess er á milli kl 17.00 og 18:00 á laugardeginum, þá munu blöðin sem þið skiluðu til formanns liggja á því borði sem ykkur er úthlutað.
Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk, borðhald hefst svo kl 19:00.
Það verður hlaðborð eins og við auglýstum hér um daginn og fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Hlynur Snær trúbator hlakkar til að koma og syngja með okkur.
Og rúsínan í pylsuendanum kæru vinir, það mætir leynigestur á svæðið!
Skráning fer vel af stað en undirrituð fékk tölvupóst frá kokknum okkar henni Ástu, sem hefur áhyggjur vegna símtals sem hún fékk frá SS. Það er víst yfirvofandi skortur á lambakjöti svo að hún bað um að fá sem nákvæmasta tölu nsk föstudag vegna þess að það er farið fram á það að hún panti kjötið þá. Þess vegna bið ég þá félaga sem enn eiga eftir að skrá sig um að vinsamlegast gera það fyrir þann dag ef þeir mögulga geta.
Það er hægt að millifæra inn á félagið eða greiða á staðnum, vinsamlegast sendið tölvupóst með staðfestinu á mætingu á husbill@husbill.is
Eitt að lokum:
Þið hafið eflaust tekið eftir að heimasíðan okkar liggur niðri, ástæðan er sú að við erum að færa hana yfir á annað hýsingar fyrirtæki og það gengur bæði seint og illa að fá hana í samt lag. Því miður, en svona er staðan, ég vil taka það fram að það er ekki við okkur að sakast. Netstjóri hefur staðið vaktina frá byrjun og þrýst á að ferlið klárist.
Fjölmennum í þessa lokaferð kæru félagar og höfum gaman saman.
Fyrir hönd stjórnar og nefnda.
Kær kveðja
Elín Fanndal nr 233
Formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *