Ágætu félagar. Þá er komið að 3. ferð félagsins þ. 18. júní -20. júní að Hallgeirsey, tjaldstæðið Grandavör, ekið niður með Þverá og farið í gegnum Vestur Landeyjar. Það hefur engin aska fallið á þessu svæði og spáin er alveg þokkaleg. Félagar sem greitt hafa árgjaldið 2010 greiða 1.000 kr. á bíl fyrir helgina, frá föstudegi til sunnudags.
Gestir greiða 2.000 kr. á bíl, frá föstudegi til sunnudags. Þeir sem mæta fyrr greiða staðarhaldara en hann heitir Sigurður Jónsson, einnig býður staðarhaldari upp á fjöruferðir á sérstökum hertrukk. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Með bestu kveðjum, f.h. stjórnar og nefnda
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður
Athugið að tvær leiðir koma til greina en stysta leiðin er að beygja til hægri við Þverá, í átt að Njálsbúð og beygja síðan til vinstri inn á veg 252 sjá kort hér neðan við.
Hin leiðin sem er lengri(sé komið frá t.d Reykjavík) er að fara allt austur að Bakkavegi og aka hann til suðurs framhjá Bakka flugvelli og beygja síðan til hægri inná 252.