Jæja þá er dagskrá Stóruferðarinnar um Austurland að skýrast og er hægt að skoða hana inn í fréttinni og/eða í pdf skjali sem hægt er að prenta út á eitt A-4 blað og/eða lesa. Ferðanefndin kemur síðan að sjálfsögðu með dagskrána á blaði og afhendir við skráningu í Freysnesi….
Stóra ferðin hefst 10. júlí og stendur til og með 18. júlí og er farið um Austurland. Ferðin hefst formlega í Freysnesi í Öræfasveit.
Laugardagur 10. júlí (dagur 1)
Freysnes Öræfasveit, ca. 3 km. austan v/Skaftafell. – Ferðin sett kl. 21:00
Sunnudagur 11. júlí (dagur 2)
Freysnes – Höfn Hornafirði 165 km. Frjáls brottfarartími.
Mánudagur 12. júlí (dagur 3)
Höfn – Breiðdalsvík, 165 km. Frjáls bottfarartími
Gönguferð um kvöldið ef veður leyfir.
Þriðjudagur 13. júlí (dagur 4)
Breiðdalsvík – Reyðarfjörður 64 km.
Kl. 21.00: Útibingó og \“fyrri\“ fjöldasöngur strax á eftir. (Söngtextahefti á staðnum)
Miðvikudagur 14. júlí. (dagur 5)
Kl.13.00 Rútuferð til Eskifjarðar og Norðfjarðar fyrir þá sem kjósa. Álverið síðan skoðað.
Fimmtudagur 15. júlí (dagur 6)
Reyðarfjörður – Svartiskógur 103 km. Frjáls brottfarartími.
Kl. 20.00 21.00 Útileikir (snú-snú / hornabolti / víkingaspil /sipp)
Föstudagur 16. júlí (dagur 7)
Svartiskógur – Hjaltalundur. 48 km. Ekið um Lagarfossvirkjun. Félagsheimili og tjaldstæði.
Kl. 20.00 Félagsvist í félagsheimili og \“seinni\“ fjöldasöngur.
Laugardagur 17. júlí (dagur 8) Hjaltalundur Kl. 18.00 Hver sér um mat fyrir sig og sína. (Borðum saman úti, ef veður leyfir)
Kl. 21.00 Skemmtidagskrá og stórdansleikur.
Þema kvöldins: Hattar / húfur og annar höfuðbúnaður. Dómnefnd og glæsileg verðlaun fyrir flottasta búnaðinn.
Sunnudagur 18. júlí (dagur 9)
FERÐ LOKIÐ HEIMFERÐ
Styrktaraðilar: