Dagskrá Stóru ferðar að skýrast

Jæja þá er dagskrá Stóruferðarinnar um Austurland að skýrast og er hægt að skoða hana inn í fréttinni og/eða í pdf skjali sem hægt er að prenta út á eitt A-4 blað og/eða lesa. Ferðanefndin kemur síðan að sjálfsögðu með dagskrána á blaði og afhendir við skráningu í Freysnesi….

Stóra ferðin  hefst 10. júlí og stendur til og með 18. júlí og er farið um Austurland. Ferðin hefst formlega í Freysnesi í Öræfasveit.

Laugardagur 10. júlí  (dagur 1)
Freysnes Öræfasveit, ca. 3 km. austan v/Skaftafell. – Ferðin sett kl. 21:00

Sunnudagur 11. júlí (dagur 2)
Freysnes – Höfn Hornafirði 165 km. Frjáls brottfarartími.

Mánudagur 12. júlí (dagur 3)
Höfn – Breiðdalsvík, 165 km. Frjáls bottfarartími
Gönguferð um kvöldið ef veður leyfir.


Þriðjudagur 13. júlí (dagur 4)
Breiðdalsvík – Reyðarfjörður 64 km.
Kl. 21.00: Útibingó og \“fyrri\“ fjöldasöngur strax á eftir. (Söngtextahefti á staðnum) 

Miðvikudagur 14. júlí. (dagur 5)
Kl.13.00 Rútuferð til Eskifjarðar og Norðfjarðar fyrir þá sem kjósa. Álverið síðan skoðað.

Fimmtudagur 15. júlí (dagur 6)
Reyðarfjörður  – Svartiskógur 103 km. Frjáls brottfarartími.
Kl. 20.00 – 21.00 Útileikir  (snú-snú / hornabolti / víkingaspil /sipp)

Föstudagur 16. júlí (dagur 7)
Svartiskógur – Hjaltalundur. 48 km.  Ekið um Lagarfossvirkjun. Félagsheimili og tjaldstæði.
Kl. 20.00 Félagsvist í félagsheimili og \“seinni\“ fjöldasöngur.

Laugardagur 17. júlí (dagur 8)  Hjaltalundur – Kl. 18.00 Hver sér um mat fyrir sig og sína. (Borðum saman úti, ef veður leyfir)
Kl. 21.00 Skemmtidagskrá og stórdansleikur.

Þema kvöldins: Hattar / húfur og annar höfuðbúnaður.  Dómnefnd og glæsileg verðlaun fyrir flottasta búnaðinn. 

Sunnudagur 18. júlí (dagur 9)
FERÐ LOKIÐ – HEIMFERÐ

Styrktaraðilar:

\"\"

Sækja Dagskrána í pdf. formati

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *